Sjávarréttapasta og berjabomba í Höfðingjum heim að sækja 30. apríl 2014 17:00 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Uppskriftir úr fyrsta þætti Höfðingja heim að sækja í stjórn Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur er hægt að nálgast hér að neðan.„Það er tilvalið að bjóða sumarið velkomið með þessu ansi ljúffenga sjávarréttapasta. Það tekur enga stund að elda þennan rétt og er hann afskaplega bragðmikill og góður. Berið hann fram með parmesan osti og nóg af honum.“ Sjávarréttapasta Uppskrift: 400 g svart spagettí Salt og pipar Ólífuolía Smjör 4 – 5 hvítlauksrif, pressuð 1 chili aldin, smátt skorið 300 g humar 300 g risarækja Börkur (rifinn) og safi úr 1 sítrónu 1 – 2 dl hvítvín 1 – 2 dl pastasoð 40 – 50 g klettasalat Rifinn Parmesan ostur Aðferð: Sjóðið pastað samkvæmt upplýsingum á pakkningu. Geymið hluta af pastavatninu og hellið síðan öllu vatninu frá. Hitið smjör og olíu í potti við vægan hita, setjið saxaða hvítlaukinn og chili út í pottinn. Steikið í smá stund eða þar til hvítlaukurinn fer að gyllast. Bætið risarækjum og humrinum í pottinn og eldið sjávarréttina í 2 –3 mínútur. Hellið hvítvíninu og pastasoðinu út í pottinn og leyfið þessu að malla í 2 mínútur. Blandið sítrónuberki og safa saman við. Setjið spagettíið í pottinn og blandið öllu mjög vel saman þar til sósan þekur pastað. Takið af hitanum. Setjið klettasalatið saman við og setjið pastaréttinn í skál eða fat. Saltið og piprið eftir smekk. Berið fram með parmesan osti. Bragðmikil berjabomba „Það er fátt sem slær góðum eftirréttum við. Þessi einfalda berjabomba á eftir að koma ykkur á óvart. Sannkölluð berjabomba fyrir sælkera.“Uppskrift: 1 askja jarðarber 1 askja bláber 1 dl balsamikedik 1 - ½ dl hlynsíróp VanilluísAðferð:Skerið berin í tvennt, raðið þeim í eldfast mót. Blandið balsamikedikinu og hlynsírópinu saman og hellið yfir berin. Setjið berjablönduna inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Berin eru dásamleg með góðum vanilluís eða rjóma. Eftirréttir Eva Laufey Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Uppskriftir úr fyrsta þætti Höfðingja heim að sækja í stjórn Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur er hægt að nálgast hér að neðan.„Það er tilvalið að bjóða sumarið velkomið með þessu ansi ljúffenga sjávarréttapasta. Það tekur enga stund að elda þennan rétt og er hann afskaplega bragðmikill og góður. Berið hann fram með parmesan osti og nóg af honum.“ Sjávarréttapasta Uppskrift: 400 g svart spagettí Salt og pipar Ólífuolía Smjör 4 – 5 hvítlauksrif, pressuð 1 chili aldin, smátt skorið 300 g humar 300 g risarækja Börkur (rifinn) og safi úr 1 sítrónu 1 – 2 dl hvítvín 1 – 2 dl pastasoð 40 – 50 g klettasalat Rifinn Parmesan ostur Aðferð: Sjóðið pastað samkvæmt upplýsingum á pakkningu. Geymið hluta af pastavatninu og hellið síðan öllu vatninu frá. Hitið smjör og olíu í potti við vægan hita, setjið saxaða hvítlaukinn og chili út í pottinn. Steikið í smá stund eða þar til hvítlaukurinn fer að gyllast. Bætið risarækjum og humrinum í pottinn og eldið sjávarréttina í 2 –3 mínútur. Hellið hvítvíninu og pastasoðinu út í pottinn og leyfið þessu að malla í 2 mínútur. Blandið sítrónuberki og safa saman við. Setjið spagettíið í pottinn og blandið öllu mjög vel saman þar til sósan þekur pastað. Takið af hitanum. Setjið klettasalatið saman við og setjið pastaréttinn í skál eða fat. Saltið og piprið eftir smekk. Berið fram með parmesan osti. Bragðmikil berjabomba „Það er fátt sem slær góðum eftirréttum við. Þessi einfalda berjabomba á eftir að koma ykkur á óvart. Sannkölluð berjabomba fyrir sælkera.“Uppskrift: 1 askja jarðarber 1 askja bláber 1 dl balsamikedik 1 - ½ dl hlynsíróp VanilluísAðferð:Skerið berin í tvennt, raðið þeim í eldfast mót. Blandið balsamikedikinu og hlynsírópinu saman og hellið yfir berin. Setjið berjablönduna inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Berin eru dásamleg með góðum vanilluís eða rjóma.
Eftirréttir Eva Laufey Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið