Kevin Spacey, sem gerir það gott í sjónvarpsseríunni House of Cards um þessar mundir, var viðstaddur indverska kvikmyndahátíð, The International Indian Film Academy Awards, í Tampa Bay í Flórída um helgina.
Spacey klæddist svokölluðum lungi, indverskum klæðum, yfir smóking-jakkafötin sem hann klæddist og steig trylltan, indverskan dans með hinum indversku leikurum Shahid Kapoor, Deepika Padukone og Ritesh Deshmukh.