Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2014 21:59 Eitt af þeim svæðum sem margir veiðimenn hafa beðið spenntir eftir fréttum af aflabrögðum eru Steinsmýrarvötn en þetta svæði hefur verið feykilega vinsælt síðustu ár. Opnunin í ár var mönnuð stuttu áður en veiði hófst vegna forfalla samkvæmt fréttum frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en þeir sem voru svo séðir að festa sér þessi leyfi voru heldur betur heppnir. Að sögn var mikið líf á svæðinu og sjóbirtingurinn í góðum holdum og greinilega í tökustuði því alls náðust 50 sjóbirtingar og urriðar á land á einum og hálfum degi. Þetta svæði er meira og minna inni allt árið en mest hefur þó verið sótt í leyfi í apríl og maí. Ennþá má fá laus leyfi inná vef SVFR. Af öðrum svæðum innan vébanda SVFR er það helst að frétta að ágætis gangur er í Varmá og heldur meira sést af bleikju en sjóbirting en bleikjan er líka mjög væn. Þarna sjást bleikjur sem eru líklega 6-7 pund, janfvel meira, í dýpstu hyljum Varmár. Vorveiðin á Bíldsfelli er róleg enn sem komið er en eitthvað af hoplaxi hefur þó veiðst og fáeinar bleikjur. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Frábær veiði á Kárastöðum Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði
Eitt af þeim svæðum sem margir veiðimenn hafa beðið spenntir eftir fréttum af aflabrögðum eru Steinsmýrarvötn en þetta svæði hefur verið feykilega vinsælt síðustu ár. Opnunin í ár var mönnuð stuttu áður en veiði hófst vegna forfalla samkvæmt fréttum frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en þeir sem voru svo séðir að festa sér þessi leyfi voru heldur betur heppnir. Að sögn var mikið líf á svæðinu og sjóbirtingurinn í góðum holdum og greinilega í tökustuði því alls náðust 50 sjóbirtingar og urriðar á land á einum og hálfum degi. Þetta svæði er meira og minna inni allt árið en mest hefur þó verið sótt í leyfi í apríl og maí. Ennþá má fá laus leyfi inná vef SVFR. Af öðrum svæðum innan vébanda SVFR er það helst að frétta að ágætis gangur er í Varmá og heldur meira sést af bleikju en sjóbirting en bleikjan er líka mjög væn. Þarna sjást bleikjur sem eru líklega 6-7 pund, janfvel meira, í dýpstu hyljum Varmár. Vorveiðin á Bíldsfelli er róleg enn sem komið er en eitthvað af hoplaxi hefur þó veiðst og fáeinar bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Frábær veiði á Kárastöðum Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði