Vænar bleikjur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2014 14:08 Steingrímur Sævar Ólafsson með fallega bleikju úr Varmá Varmá hefur alltaf verið sterk á vorin í sjóbirtingnum en síðustu ár hafa margar vænar bleikjur komið á færi veiðimanna. Steingrímur Sævarr Ólafsson var þar við veiðar og landaði fallegri 5 punda bleikju í Stöðvarhyl á brúna púpu númer #14. Nokkrar slíkar hafa veiðst frá opnun en heldur rólegra virðist vera í sjóbirtingnum einhverra hluta vegna. Frekar óliklegt er að hann sé þegar gengin niður en ef svo er þýðir það oft að hann komi þá bara fyrr í haust. Flottar bleikjur draga þó veiðimenn að bökkum Varmár því það eru ekki margar silungsár svo stutt frá Reykjavík sem státa af 4-6 punda bleikjum. Nokkur svæði sem hafa oft verið vinsæl á vorin eru ekki ennþá orðin veiðanleg sökum íss og nægir þar að nefna t.d. Hópið sem er alveg ísilagt. Það er ekki einu sinni straumröst við vesturbakkann eins og oft er á vorin. Hraunsfjörður er sömuleiðis lagður ís og í það minnsta 2-3 vikur í að hann verði þolanlega veiðanlegur. Öll vötn sem eru í einhverri hæð, kannski að undanskildu Þingvallavatni eru lögð og verða varla veiðanleg fyrr en í maí. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði
Varmá hefur alltaf verið sterk á vorin í sjóbirtingnum en síðustu ár hafa margar vænar bleikjur komið á færi veiðimanna. Steingrímur Sævarr Ólafsson var þar við veiðar og landaði fallegri 5 punda bleikju í Stöðvarhyl á brúna púpu númer #14. Nokkrar slíkar hafa veiðst frá opnun en heldur rólegra virðist vera í sjóbirtingnum einhverra hluta vegna. Frekar óliklegt er að hann sé þegar gengin niður en ef svo er þýðir það oft að hann komi þá bara fyrr í haust. Flottar bleikjur draga þó veiðimenn að bökkum Varmár því það eru ekki margar silungsár svo stutt frá Reykjavík sem státa af 4-6 punda bleikjum. Nokkur svæði sem hafa oft verið vinsæl á vorin eru ekki ennþá orðin veiðanleg sökum íss og nægir þar að nefna t.d. Hópið sem er alveg ísilagt. Það er ekki einu sinni straumröst við vesturbakkann eins og oft er á vorin. Hraunsfjörður er sömuleiðis lagður ís og í það minnsta 2-3 vikur í að hann verði þolanlega veiðanlegur. Öll vötn sem eru í einhverri hæð, kannski að undanskildu Þingvallavatni eru lögð og verða varla veiðanleg fyrr en í maí.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði