Viðskipti erlent

Japan og Ástralía gera milliríkjasamning

Finnur Thorlacius skrifar
Samningurinn handsalaður.
Samningurinn handsalaður. AFP
Eftir sjö ára samningaumleitanir hafa Japanir og Ástralar undirritað samning milli ríkjanna sem kveður á um tollalækkun á mikilvægustu framleiðsluvörur beggja landanna. Þessi samningur er mikilvægur fyrir ástralskan landbúnað, en mikið kjöt og mjólkurvörur er selt þaðan til Japan. Tollar á japanska bíla, raftæki og fleiri vöruflokka munu lækka í Ástralíu.

Samningurinn tryggir Áströlum lægri tolla og gjöld á landbúnaðarvörur í Japan en Bandaríkin njóta og er talið að með þessu séu Japanir að setja þrýsting á Bandaríkin til betri samninga Japönum til handa.

Enn er unnið að fjölþjóðasamningi 12 landa sem eiga land að Kyrrahafinu, svokölluðum Trans-Pacific Partnership sem innheldur meðal annars Japan, Ástralíu og Bandaríkin og gæti þessi nýi tvíhliða samningur milli Japan og Ástralíu flækt mjög vinnuna við að klára þann fjölþjóðasamning. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×