Ágætis veiði í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 8. apríl 2014 20:46 Kvíslafoss í Laxá í Kjós hefur gefið margan góðan sjóbirtingin. Mynd: www.hreggnasi.is Ágætis veiði hefur verið fyrstu dagana í vorveiðinni í Grímsá en ekki hafa samt heyrst neinar tölur en þeir sem eru þar við veiðar hafa ekki viljað láta mikið uppi um veiðina. Það er svo sem alveg sjálfsagt að segja stundum ekki of mikið en það er samt svo gaman að heyra frá veiðimönnum þegar vel gengur og vonandi fáum við einhverjar fréttir af þeim sem eiga daga þarna framundan. Hreggnasi hefur veg og vanda að vorveiðinni í Grímsá og einnig í Laxá í Kjós sem er önnur stór áin hjá félaginu. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós í lok júní byrjun júlí þekkja vel hvernig áin allt í einu fyllist af sjóbirting. Veiðistaðir frá Laxfossi upp á Hurðarbakshyl fyllast oft af vænum birting en eins gengur eitthvað af honum lengra upp í ánna veiðimönnum til mikillar ánægju. Hreggnasi hefur boðið uppá vorveiði í Kjósinni og það komast færri að en vilja. Áin er frábær vorveiðiá og skemmtileg viðbót við veiðimöguleika þeirra sem finnst fátt eins gaman og að eltast við sjóbirting. Vorveiði í Laxá er þess til að gera frekar ný en það er greinilegt að leigutakar þeirra veiðisvæða sem geyma mikið af sjóbirting eru að skoða hvaða möguleikar eru í boði fyrir vorveiði, það sést t.d. á tilraunaveiðum í Víðidalsá sem gefið hafa góða raun og verður vonandi framhald þar á. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Ágætis veiði hefur verið fyrstu dagana í vorveiðinni í Grímsá en ekki hafa samt heyrst neinar tölur en þeir sem eru þar við veiðar hafa ekki viljað láta mikið uppi um veiðina. Það er svo sem alveg sjálfsagt að segja stundum ekki of mikið en það er samt svo gaman að heyra frá veiðimönnum þegar vel gengur og vonandi fáum við einhverjar fréttir af þeim sem eiga daga þarna framundan. Hreggnasi hefur veg og vanda að vorveiðinni í Grímsá og einnig í Laxá í Kjós sem er önnur stór áin hjá félaginu. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós í lok júní byrjun júlí þekkja vel hvernig áin allt í einu fyllist af sjóbirting. Veiðistaðir frá Laxfossi upp á Hurðarbakshyl fyllast oft af vænum birting en eins gengur eitthvað af honum lengra upp í ánna veiðimönnum til mikillar ánægju. Hreggnasi hefur boðið uppá vorveiði í Kjósinni og það komast færri að en vilja. Áin er frábær vorveiðiá og skemmtileg viðbót við veiðimöguleika þeirra sem finnst fátt eins gaman og að eltast við sjóbirting. Vorveiði í Laxá er þess til að gera frekar ný en það er greinilegt að leigutakar þeirra veiðisvæða sem geyma mikið af sjóbirting eru að skoða hvaða möguleikar eru í boði fyrir vorveiði, það sést t.d. á tilraunaveiðum í Víðidalsá sem gefið hafa góða raun og verður vonandi framhald þar á.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði