Viðskipti erlent

Facebook breytir spjallkerfi sínu fyrir snjallsíma

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Spjallforrit Facebook mun sæta breytingum.
Spjallforrit Facebook mun sæta breytingum. Vísir/AFP
Facebook hefur tekið þá ákvörðun að gera notendum skylt að sækja sjálfstætt app fyrir spjallkerfi samfélagsmiðilsins. Ómögulegt verður þá að spjalla beint í gegnum hið upprunalega Facebook-forrit. Þetta kemur fram á Mashable.

Hingað til hefur verið hægt að nota Facebook-spjallið án þess að niðurhala sjálfstæða forritinu Messenger, en nú hafa notendur tvær vikur til að aðlagast breytingunum áður en valmöguleikanum verður eytt úr Facebook-appinu.

Hafi notandi þegar sótt spjallforritið til hliðar við meginforritið framkvæmir hann þegar allt sitt spjall gegnum Messenger þar eð spjallflipinn neðst á Facebook-appinu sendir notanda beinustu leið yfir í Messenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×