Stórir fiskar og litlar flugur Karl Lúðvíksson skrifar 15. mars 2014 17:53 Það leynast gríðarlega stórir urriðar í Minnivallalæk Mynd: www.strengir.is Þegar möguleikar fyrir vorveiði eru skoðaðir í klukkutíma radíus frá Reykjavík er um nokkur svæði að velja, en ef veiðimenn eru sérstaklega að leita að stórum urriða þá er eitt svæði ber af í það minnsta hvað stærð á fiskum varðar. í 110 km fjarlægð frá Reykjavík í Landsveit skammt frá Hellu er Minnivallalækur. Þessi netta á geymir mjög væna urriða sem er eiginlega hálf ótrúlegt miðað við hvað áin er nett. Það sem gerir lífsskilyrði fisksins svo hagstæð eru minni sveiflur í hitastigi en gengur og gerist en það veldur því að skordýralíf í ánni er mjög mikið og fæðuframboðið því afskaplega gott. Þegar gerir það að verkum að fiskurinn nær mikilli stærð en verður líka afskaplega vandlátur á æti. Þetta gerir ánna að skemmtilegri áskorun fyrir alla veiðimenn sem taka fluguveiði alvarlega. Þarna þýðir ekkert annað en að koma varlega að veiðistöðum og láta eins lítið fyrir sér fara og kostur er. Best er að nota litlar flugur, bæði púpur og þurrflugur þegar fluga fer að gera vart við sig. Eins er og nokkuð um að veiðimenn noti straumflugur en þær gefa oftast best fyrst á vorin. Yfir hásumarið eru það flugur í stærðunum #18 til #24 sem gefa best og það er ótrúlega mikil kúnst að ná fiski á land með svona agnarlitla flugu í kjaftinum. Það er Veiðiþjónustan Strengir sem selur leyfi í Minnivallalæk. Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði
Þegar möguleikar fyrir vorveiði eru skoðaðir í klukkutíma radíus frá Reykjavík er um nokkur svæði að velja, en ef veiðimenn eru sérstaklega að leita að stórum urriða þá er eitt svæði ber af í það minnsta hvað stærð á fiskum varðar. í 110 km fjarlægð frá Reykjavík í Landsveit skammt frá Hellu er Minnivallalækur. Þessi netta á geymir mjög væna urriða sem er eiginlega hálf ótrúlegt miðað við hvað áin er nett. Það sem gerir lífsskilyrði fisksins svo hagstæð eru minni sveiflur í hitastigi en gengur og gerist en það veldur því að skordýralíf í ánni er mjög mikið og fæðuframboðið því afskaplega gott. Þegar gerir það að verkum að fiskurinn nær mikilli stærð en verður líka afskaplega vandlátur á æti. Þetta gerir ánna að skemmtilegri áskorun fyrir alla veiðimenn sem taka fluguveiði alvarlega. Þarna þýðir ekkert annað en að koma varlega að veiðistöðum og láta eins lítið fyrir sér fara og kostur er. Best er að nota litlar flugur, bæði púpur og þurrflugur þegar fluga fer að gera vart við sig. Eins er og nokkuð um að veiðimenn noti straumflugur en þær gefa oftast best fyrst á vorin. Yfir hásumarið eru það flugur í stærðunum #18 til #24 sem gefa best og það er ótrúlega mikil kúnst að ná fiski á land með svona agnarlitla flugu í kjaftinum. Það er Veiðiþjónustan Strengir sem selur leyfi í Minnivallalæk.
Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði