Íslenskt upphitunaratriði á tónleikum JT Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2014 19:00 Justin Timberlake fær íslenska upphitun Vísir/Getty „Það verður upphitunaratriði á tónleikum Justins Timberlake og það stefnir allt í að það verði íslenskt,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari Senu. Það hefur ekki hefur verið staðfest hvaða íslenski listamaður hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans sem fram fara 24. ágúst næstkomandi í Kórnum. Fréttablaðið lagði höfuðið í bleyti og spurði nokkra listamenn sem gætu verið líklegir til að hita upp fyrir Justin. Þeir listamenn sem Fréttablaðið taldi líklega eru Jón Jónsson, Retro Stefson, Moses Hightower og Sykur, ásamt mörgum fleirum. „Það verður væntanlega þannig að við munum stinga upp á nokkrum upphitunarvalmöguleikum fyrir fólk Justins að velja úr en svo mun það fólk taka lokaákvörðun um hver hitar upp,“ útskýrir Ísleifur. Hann bætir við að upphitunaratriðið verði ekki tilkynnt fyrr en nær dregur tónleikunum.Forsala hefst á morgun klukkan 10.00 á tónleika Justins Timberlake fyrir þá sem skráðir eru í aðdáendaklúbb Justins, The Tennessee Kids. Á miðvikudag hefst svo forsala Wow Air og Vodafone og hefjast þær einnig klukkan 10.00 og standa til klukkan 17.00 eða þar til miðar klárast. „Þetta virkar þannig að þeir sem skráðir eru í aðdáendaklúbbinn fá sendan tengil á forsöluna í tölvupósti. Viðskiptavinir Vodafone sem eru með skráð netfang á mínum síðum fá sendan póst sem gerir þeim kleift að versla miða frá klukkan 10.00 á miðvikudag. Einnig getur fólk skráð sig á póstlista Wow Air,“ segir Ísleifur um fyrirkomulagið. Talið er að fjölmargir Íslendingar hafi skráð sig í aðdáendaklúbb Justins þegar að tónleikar hans hér á landi voru staðfestir.Um það bil helmingur þeirra 16.000 miða sem í boði eru á tónleikana verða seldir í forsölu. Ef forsalan gengur vel og allt selst þá verða einungis 8.000 miðar í boði þegar að almenna miðasalan fer í gang á fimmtudaginn klukkan 10.00. Miðasalan fer fram í gegnum Miða.is og þar er fyrirkomulagið að hægt er að kaupa tíu miða í einu þannig að ef æstur aðdáandi notar allar þær leiðir sem í boði eru í forsölu gæti sá aðili náð sér 30 miða. Því þarf fólk að hafa hraðar hendur ef það ætlar sér að að ná sér í miða. „Það er ekki fræðilegur möguleiki á að bæta við aukatónleikum, þetta er allt of umfangsmikið svo hægt sé að ákveða slíkt með skömmum fyrirvara,“ segir Ísleifur spurðu út í mögulega aukatónleika. „Ef það selst upp er þetta bara vel heppnað og við verðum mjög sáttir.“Jón Jónsson:„Já, að sjálfsögðu væri ég til í það. Hann er geggjaður og ég hlusta mikið á hann. Ég myndi sjálfur borga fyrir að hita upp fyrir hann. Uppáhaldslagið mitt er Seniorita af Justified plötunni.“Halldór Eldjárn úr Sykur: Við myndum örugglega taka því, það væri örugglega mjög gaman. Hann er yfir allt mjög flinkur og ég fíla hann í tætlur. Uppáhaldslagið mitt er Sexy Back af plötunni FutureSex/LoveSounds.Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson: Já auðvitað en ég hef svo svo sem ekkert pælt í því. Uppáhaldslagið mitt er My Love af plötunni FutureSex/LoveSounds. Steingrímur Karl Teague úr Moses Hightower: Okkur þætti það mjög gaman. Við höfum allir mjög gaman af Justin og höfum hlustað á hann talsvert, allavega frá því að hann hóf sólóferillinn sinn. Uppáhaldslagið mitt er Right for Me af plötunni Justified. Tónlist Mest lesið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það verður upphitunaratriði á tónleikum Justins Timberlake og það stefnir allt í að það verði íslenskt,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari Senu. Það hefur ekki hefur verið staðfest hvaða íslenski listamaður hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans sem fram fara 24. ágúst næstkomandi í Kórnum. Fréttablaðið lagði höfuðið í bleyti og spurði nokkra listamenn sem gætu verið líklegir til að hita upp fyrir Justin. Þeir listamenn sem Fréttablaðið taldi líklega eru Jón Jónsson, Retro Stefson, Moses Hightower og Sykur, ásamt mörgum fleirum. „Það verður væntanlega þannig að við munum stinga upp á nokkrum upphitunarvalmöguleikum fyrir fólk Justins að velja úr en svo mun það fólk taka lokaákvörðun um hver hitar upp,“ útskýrir Ísleifur. Hann bætir við að upphitunaratriðið verði ekki tilkynnt fyrr en nær dregur tónleikunum.Forsala hefst á morgun klukkan 10.00 á tónleika Justins Timberlake fyrir þá sem skráðir eru í aðdáendaklúbb Justins, The Tennessee Kids. Á miðvikudag hefst svo forsala Wow Air og Vodafone og hefjast þær einnig klukkan 10.00 og standa til klukkan 17.00 eða þar til miðar klárast. „Þetta virkar þannig að þeir sem skráðir eru í aðdáendaklúbbinn fá sendan tengil á forsöluna í tölvupósti. Viðskiptavinir Vodafone sem eru með skráð netfang á mínum síðum fá sendan póst sem gerir þeim kleift að versla miða frá klukkan 10.00 á miðvikudag. Einnig getur fólk skráð sig á póstlista Wow Air,“ segir Ísleifur um fyrirkomulagið. Talið er að fjölmargir Íslendingar hafi skráð sig í aðdáendaklúbb Justins þegar að tónleikar hans hér á landi voru staðfestir.Um það bil helmingur þeirra 16.000 miða sem í boði eru á tónleikana verða seldir í forsölu. Ef forsalan gengur vel og allt selst þá verða einungis 8.000 miðar í boði þegar að almenna miðasalan fer í gang á fimmtudaginn klukkan 10.00. Miðasalan fer fram í gegnum Miða.is og þar er fyrirkomulagið að hægt er að kaupa tíu miða í einu þannig að ef æstur aðdáandi notar allar þær leiðir sem í boði eru í forsölu gæti sá aðili náð sér 30 miða. Því þarf fólk að hafa hraðar hendur ef það ætlar sér að að ná sér í miða. „Það er ekki fræðilegur möguleiki á að bæta við aukatónleikum, þetta er allt of umfangsmikið svo hægt sé að ákveða slíkt með skömmum fyrirvara,“ segir Ísleifur spurðu út í mögulega aukatónleika. „Ef það selst upp er þetta bara vel heppnað og við verðum mjög sáttir.“Jón Jónsson:„Já, að sjálfsögðu væri ég til í það. Hann er geggjaður og ég hlusta mikið á hann. Ég myndi sjálfur borga fyrir að hita upp fyrir hann. Uppáhaldslagið mitt er Seniorita af Justified plötunni.“Halldór Eldjárn úr Sykur: Við myndum örugglega taka því, það væri örugglega mjög gaman. Hann er yfir allt mjög flinkur og ég fíla hann í tætlur. Uppáhaldslagið mitt er Sexy Back af plötunni FutureSex/LoveSounds.Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson: Já auðvitað en ég hef svo svo sem ekkert pælt í því. Uppáhaldslagið mitt er My Love af plötunni FutureSex/LoveSounds. Steingrímur Karl Teague úr Moses Hightower: Okkur þætti það mjög gaman. Við höfum allir mjög gaman af Justin og höfum hlustað á hann talsvert, allavega frá því að hann hóf sólóferillinn sinn. Uppáhaldslagið mitt er Right for Me af plötunni Justified.
Tónlist Mest lesið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira