Viðskipti erlent

Stærsta olíulind Rússlands brennur

Finnur Thorlacius skrifar
Það er eldfimt ástand í Rússlandi en eldfimast er það þó í stærstu olíulind þeirra í Nizhnekamsk í Tartarstan sem stóð í ljósum logum í gær.

Sem betur fer tókst að ráða niðurlögum eldsins í lindinni samdægurs og hann kviknaði, enginn slasaðist, en það mun taka nokkra mánuði að koma framleiðsla aftur af stað í þessari lind sem er sú stærsta sem framleiðir dísilolíu í Rússalandi. Úr henni koma 140.000 tunnur af olíu á hverjum degi og munar um minna.

Öll sú dísilolía sem þar kemur upp er notuð í heimalandinu. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikill eldurinn var. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×