Viðskipti erlent

Banki aðstoðaði við skattaundanskot

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Viðskiptavinir Credit Suisse komust hjá því að borga skatta í Bandaríkjunum.
Viðskiptavinir Credit Suisse komust hjá því að borga skatta í Bandaríkjunum. Vísir/Nordicphotos/AFP
Svissneski bankinn Credit Suisse aðstoðaði bandaríska viðskiptavini sína við að fela bankareikninga sem þeir áttu í Sviss. Vb.is greinir frá þessu.

Þannig gátu viðskiptavinirnir komist undan því að greiða skatta í Bandaríkjunum.

Í nýrri skýrslu er fullyrt að starfsmenn Credit Suisse hafi aðstoðað viðskiptavini sína við að stofna erlend félög og millifæra fjármuni án þess að grunur hafi vaknað um að nokkuð óeðlilegt væri á seyði. Millifærslurnar áttu sér stað á árunum 2001 til 2008.

Fullyrt er að bankinn hafi opnað yfir 22 þúsund bankareikninga fyrir þessa bandarísku viðskiptavini sína, þar sem heildarupphæð reikninga var 12 milljarðar dala þegar mest var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×