Viðskipti erlent

Google næstverðmætasta fyrirtæki heims

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Google er með höfuðstöðvar sínar í Kísildalnum í Kaliforníu.
Google er með höfuðstöðvar sínar í Kísildalnum í Kaliforníu. Visir/Getty
Leitarvélin Google steypti olíufyritækinu Exxon Mobil af stóli sem næstverðmætasta fyrirtæki heims þann 8. febrúar. Þetta kemur fram í frétt Business Standard um málið.

Markaðsverðmæti fyrirtækisins er nú um 389.6 milljarðar bandaríkjadala, ríflega 44 þúsund milljarðar kr. en Google hefur tekjur sínar af sölu megindlegra upplýsinga um viðskiptavini sína til auglýsenda. Hlutabréfverð í Google hefur hækkað um 82 prósent síðan síðla árs 2012 og hefur leitarvélin saxað mikið á forskot tæknirisans Apple sem situr sem fyrr á toppi listans.

Virði Apple hefur hrunið um nær fjórðung frá því að virði þess náði hámarki sínu í október 2012 og stendur virði fyrirtækisins nú í 464 milljörðum bandaríkja dala, 75 milljörðum meira en samkeppnisaðila síns Google.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×