Fótbolti

Grétar Rafn nýr umboðsmaður leikmanna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson fyrrverandi landsliðmaður í fótbolta og atvinnumaður til margra ára er orðinn umboðsmaður leikmanna. Þetta kemur fram í skýrslu Knattspyrnusambands Íslands.

Unnar Steinn Bjarndal er hættur störfum sem umboðsmaður leikmanna og er Grétar Rafn eina nýja nafnið á listanum en alls eru átta starfandi umboðsmenn leikmanna.

Grétar Rafn lék 46 landsleiki fyrir Íslands hönd og átti farsælan feril sem atvinnumaður hjá Young Boys í Sviss, AZ í Hollandi, Bolton á Englandi og Kayserispor í Tyrklandi en hann lék einnig með ÍA hér heima eftir að hafa komið 16 ára frá KS.

Umboðsmenn KSÍ:

Arnór Guðjohnsen

Grétar Rafn Steinsson

Guðlaugur Þór Tómasson

Gylfi Sigurðsson

Hafþór Hafliðason

Halldór Birgir Bergþórsson

Magnúr Agnar Magnússon

Ólafur Garðarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×