Mini í efstu þremur sætum Dakar rallsins Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2014 12:46 Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent
Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent