Viðskipti erlent

Stærsti bjórframleiðandi heims horfir til Asíu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Budweiser er flaggskip Anheuser-Busch InBev NV.
Budweiser er flaggskip Anheuser-Busch InBev NV. Mynd/AFP
Drykkjarvöruframleiðandinn Anheuser-Busch InBev NV (ABI) hefur keypt suðurkóreska bruggfyrirtækið Oriental Brewery fyrir 5,8 milljarða dollara, um 675 milljarða íslenskra króna.

ABI, sem er stærsti bjórframleiðandi heims og framleiðir meðal annars Budweiser-bjórana, seldi sama fyrirtækið árið 2009 fyrir 1,8 milljarða dollara.

Bjórsala í Suður-Kóreu jókst um tvö prósent á ári á árunum 2009 til 2012. ABI ætlar að sögn Bloomberg að nýta sér auknar vinsældir bjórs í landinu og einbeita sér sérstaklega að vörumerki Oriental Brewery, Cass, sem og frekari sölu á Budweiser, Corona og Hoegarden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×