Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu 28. janúar 2014 15:45 Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein