Hann notar til að mynda líflegar litapallettur, skrifar handrit um furðulegar fjölskyldur og elskar Bill Murray, svo einhver einkenni séu nefnd.
Annað einkenni af myndum hans er að hann sýnir sum atriði hægt.
Hér að neðan hefur Alejandro Prullansky tekið saman slík atriði úr kvikmyndum Andersons, og útkoman er skemmtilegt fjögurra mínútna myndband.
Sjón er sögu ríkari.