Sjóræningjaútgáfa af Walter Mitty rakin til Óskarskynnis Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2014 16:32 The Secret Life of Walter Mitty var tekin að stórum hluta hér á landi. mynd/getty Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sjóræningaútgáfa af kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem sett hefur verið inn á skráarskiptisíður er merkt sjónvarpsþættinum The Ellen DeGeneres Show. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi 20th Century Fox-kvikmyndaversins við tímaritið Variety. Hann segir að svo virðist sem vatnsmerki sem notað er til að rekja eintök kvikmynda til eigenda þeirra sé ósvikið, en 20th Century Fox sendi eintak til sjónvarpsþáttarins síðasta haust. Framleiðendur þáttarins segjast ekki vissir um hvort umræddu eintaki myndarinnar hafi verið „lekið“ en málið er í rannsókn innan herbúða DeGeneres og er litið alvarlegum augum. „Við gerum allt sem við getum til þess að tryggja að efni sem okkur er sent sé öruggt,“ segja framleiðendurnir og bæta því við að aldrei fyrr hafi kynningarefni frá þeim lekið á internetið. Málið er einkar óheppilegt í ljósi þess að DeGeneres er aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þann 2. mars, helstu verðlaunahátíðar kvikmyndabransans í Bandaríkjunum. Talsmaður Fox tekur þó fram að ekki sé um Óskarsverðlaunaeintak að ræða, svokallað „screener“-eintak, en slíkum eintökum er dreift til meðlima Óskarsakademíunnar og annarra sem að hátíðinni koma. Þau eintök séu merkt á öðruvísi hátt.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein