22 milljónir bíla seldust í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 10:15 Skelfileg mengun er í stærstu borgum Kína. Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent
Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent