Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. janúar 2014 11:28 Myndirnar 12 Years a Slave, Gravity og American Hustle þykja svo gott sem öruggar með tilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með. Golden Globes Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.
Golden Globes Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira