Enski boltinn

Björninn burstaði SR í Reykjavíkurslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Fésbókarsíða Bjarnarins
Björninn byrjar árið vel í íshokkíinu því liðið vann 11-1 stórsigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal. Björninn er með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Björninn vann fyrsta leikhlutann 3-0, annan leikhlutann 4-0 og loks þriðja leikhlutann 4-1 og þar með leikinn 11-1.

Sturla Snorrason skoraði þrennu fyrir Björninn og þeir Ólafur Björnsson og Lars Foder voru báðir með tvö mörk. Birkir Árnason, Hjörtur Björnsson, Gunnar Guðmundsson og Andri Helgason skoruðu hin mörkin.

Björninn náði með þessum flotta sigri fjögurra stiga forskoti á Víkingana frá Akureyri en Norðanmenn eiga leik til góða. Björninn hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum þar af einn þeirra í framlengingu. Skautafélag Reykjavíkur er aftur á móti á botni deildarinnar og hefur aðeins unnið 2 af fyrstu 11 leikjum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×