Hyundai og Kia spá minnsta vexti í 8 ár Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 10:49 Hyundai ix35 Forsvarsmenn Hyundai og Kia í S-Kóreu spá því að fyrirtækin tvö muni selja 7,86 milljón bíla á þessu ári, eða 4% meira en í fyrra. Þessi spá er sú lægsta sem þeir hafa látið uppi sl. 8 ár. Of sterk staða S-kóreska wonsins og mikil samkeppni muni hægja á vexti fyrirtækjanna í ár. Gjaldmiðill S-Kóreu, wonið hefur vaxið um 7,9% gagnvart dollara og 13% gagnvart japanska yeninu á síðastliðnum 6 mánuðum og það hamlar Hyundai og Kia í útflutningi bíla sinna. Hyundai og Kia hafa átt bágt í Bandaríkjunum á þessu ári og tíðar afturkallanir bíla þeirra þar hefur kostað mikið. Varð það meðal annars til þess að Hyundai skipti um forstjóra Hyundai í Bandaríkjunum rétt fyrir áramót. Bæði Hyundai og Kia gekk vel í Kína í ár og náði Hyundai 24% aukningu og seldi ríflega milljón bíla þar. Kia hafði áætlað að selja 500.000 bíla en náði því markmiði á fyrstu 11 mánuðum ársins, eða 526.525 bíla. Hyundai og Kia seldu samtals 7,56 milljón bíla en áætlun fyrirtækjanna hljóðaði uppá 7,41 milljón bíla. Söluaukning þeirra nam 8,2% frá 2012. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Forsvarsmenn Hyundai og Kia í S-Kóreu spá því að fyrirtækin tvö muni selja 7,86 milljón bíla á þessu ári, eða 4% meira en í fyrra. Þessi spá er sú lægsta sem þeir hafa látið uppi sl. 8 ár. Of sterk staða S-kóreska wonsins og mikil samkeppni muni hægja á vexti fyrirtækjanna í ár. Gjaldmiðill S-Kóreu, wonið hefur vaxið um 7,9% gagnvart dollara og 13% gagnvart japanska yeninu á síðastliðnum 6 mánuðum og það hamlar Hyundai og Kia í útflutningi bíla sinna. Hyundai og Kia hafa átt bágt í Bandaríkjunum á þessu ári og tíðar afturkallanir bíla þeirra þar hefur kostað mikið. Varð það meðal annars til þess að Hyundai skipti um forstjóra Hyundai í Bandaríkjunum rétt fyrir áramót. Bæði Hyundai og Kia gekk vel í Kína í ár og náði Hyundai 24% aukningu og seldi ríflega milljón bíla þar. Kia hafði áætlað að selja 500.000 bíla en náði því markmiði á fyrstu 11 mánuðum ársins, eða 526.525 bíla. Hyundai og Kia seldu samtals 7,56 milljón bíla en áætlun fyrirtækjanna hljóðaði uppá 7,41 milljón bíla. Söluaukning þeirra nam 8,2% frá 2012.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent