Ford C-Max með sólarrafhlöðum eyðir 2,4 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 08:45 Ford C-Max með sólarrafhlöðum. Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent