Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Karl Lúðvíksson skrifar 7. janúar 2014 20:17 Veiðimenn láta sig oft hafa það að veiða í úrhelli Flestir landsmenn hugsa vetrinum líklega þegjandi þörfina þessa síðustu daga þá kannski sérstaklega þeir sem búa á norður og vesturlandi. Það var þó stutt í gleðiglottið hjá vini mínum á norðurlandi þegar ég heyrði í honum í dag og eins og landans venjur eru spurði ég um stöðu veðurs hjá honum. Hann er ekki skíðamaður eða í nokkurri vetrarútivist en veiðimaður er hann af lífi og sál. Hann sá bara litlar líkur á vatnsleysi í ánum sem hann ætlar að veiða á komandi sumri og sagði að miðað við snjóalög í kringum hans heimabyggð verður gott vatn í ánum alltu sumarið. "Hvað ef næsta sumar verður jafn kalt og blautt eins og sumarið sem leið" spyr ég rétt til að reyna að slökkva aðeins í háum væntingum sem ég held að hafi búið um sig í honum. Tvö sumur í röð þykir honum heldur ólíklegt með refsingar veðurfars til handa þjóðinni svo vonin er ennþá björt eins og væntanlegir sumardagarnir sem hann er farinn að sjá í fjarska. En það er bara nokkuð til í þessu. Það hefur snjóað mikið og ennþá er hávetur svo það má alveg reikna með að það safnist aðeins meira í fjöll og það veit á gott fyrir vatnsbúskap ána. Veiðimenn á Suðvesturlandi sem hafa fengið nokkur vatnslaus ár á undanförnum áratug eru sérstaklega bjartsýnir um gott vatn og það þýðir að árnar sem ég hef haldið mikið uppá, Langá, Laxá í Kjós, Grímsá, Hítará, Norðurá og Laxá í Kjós ættu allar að geta séð veiðimönnum og löxum fyrir góðu vatni í sumar. Ég í það minnsta var kominn með nóg af því að veiða í rigningu og vatnmiklum ám síðasta sumar og varla nenni annari svoleiðis vosbúð. Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Flestir landsmenn hugsa vetrinum líklega þegjandi þörfina þessa síðustu daga þá kannski sérstaklega þeir sem búa á norður og vesturlandi. Það var þó stutt í gleðiglottið hjá vini mínum á norðurlandi þegar ég heyrði í honum í dag og eins og landans venjur eru spurði ég um stöðu veðurs hjá honum. Hann er ekki skíðamaður eða í nokkurri vetrarútivist en veiðimaður er hann af lífi og sál. Hann sá bara litlar líkur á vatnsleysi í ánum sem hann ætlar að veiða á komandi sumri og sagði að miðað við snjóalög í kringum hans heimabyggð verður gott vatn í ánum alltu sumarið. "Hvað ef næsta sumar verður jafn kalt og blautt eins og sumarið sem leið" spyr ég rétt til að reyna að slökkva aðeins í háum væntingum sem ég held að hafi búið um sig í honum. Tvö sumur í röð þykir honum heldur ólíklegt með refsingar veðurfars til handa þjóðinni svo vonin er ennþá björt eins og væntanlegir sumardagarnir sem hann er farinn að sjá í fjarska. En það er bara nokkuð til í þessu. Það hefur snjóað mikið og ennþá er hávetur svo það má alveg reikna með að það safnist aðeins meira í fjöll og það veit á gott fyrir vatnsbúskap ána. Veiðimenn á Suðvesturlandi sem hafa fengið nokkur vatnslaus ár á undanförnum áratug eru sérstaklega bjartsýnir um gott vatn og það þýðir að árnar sem ég hef haldið mikið uppá, Langá, Laxá í Kjós, Grímsá, Hítará, Norðurá og Laxá í Kjós ættu allar að geta séð veiðimönnum og löxum fyrir góðu vatni í sumar. Ég í það minnsta var kominn með nóg af því að veiða í rigningu og vatnmiklum ám síðasta sumar og varla nenni annari svoleiðis vosbúð.
Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði