Tóku yfirmennina í gíslingu Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 10:23 Starfmannastjóri og framleiðslusjóri Goodyear lokaðir inni. mynd/Autoblog Frakka hafa aldrei hikað við að taka til sinna ráða þegar þeim finnst á rétt þeirra gengið, ekki síst er kemur að atvinnumálum. Stéttarfélög eru mjög sterk í landi rauðvínsins,sem hefur reyndar komið bílaiðnaðinum í Frakklandi í koll. Það kom þó ekki veg fyrir að stéttarfélag starfsmanna í Goodyear dekkjaverksmiðjunum lokuðu tvo yfirmenn Goodyear inni til að þrýsta á um úrlausn sinná mála. Mikil fjárhagsvandræði Goodyear hefur orðið til þess að yfirvofandi er yfirtaka á fyrirtækinu og hefur heyrst að bandarískir fjárfestar muni taka yfir fyrirtækið, en að öðrum kosti gæti lokun verksmiðjunnar vofað yfir. Stéttarfélagið tók starfsmannastjóra Goodyear verksmiðjunnar og framleiðslustjórann í gíslingu og settu traktorsdekk í dyrnar á herbergi því sem þeir voru lokaðir inní. Þannig átti að þrýsta þá til samninga um óbreyttan rekstur. Þetta væri flokkað sem mannrán í flestum löndum og væri slíkum verknaði í flestum löndum tekið með fangelsun þeirra sem að því standa en hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig í Frakklandi. Þeir bandarísku aðilar sem til greina komu að taka yfir verksmiðjuna látið hafa eftir sér eftir að hafa heimsótt verksmiðjuna Goodyear í Amiens að það sé hreinn hrillingur að sjá hvernig starfmenn þar vinna. „Þeir eru á háum launum en vinna um þrjá tíma á dag, eru með klukkutíma í hádegismat og tala saman í þrjá tíma og fara svo heim. Þetta gengur ekki svona, segja fjárfestarnir. Svona er ekki hægt að reka fyrirtæki, framleiðnin er engin“. Stéttarfélagið segir hinsvegar að stjórnendur verksmiðjunnar hafa aðeins séð brot af því sem koma skal og eru aldeilis ekki að baki dottnir. Langt gæti verið í að viðsemjendur nái saman og þessi aðferð er ekki beint til þess að liðka fyrir. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent
Frakka hafa aldrei hikað við að taka til sinna ráða þegar þeim finnst á rétt þeirra gengið, ekki síst er kemur að atvinnumálum. Stéttarfélög eru mjög sterk í landi rauðvínsins,sem hefur reyndar komið bílaiðnaðinum í Frakklandi í koll. Það kom þó ekki veg fyrir að stéttarfélag starfsmanna í Goodyear dekkjaverksmiðjunum lokuðu tvo yfirmenn Goodyear inni til að þrýsta á um úrlausn sinná mála. Mikil fjárhagsvandræði Goodyear hefur orðið til þess að yfirvofandi er yfirtaka á fyrirtækinu og hefur heyrst að bandarískir fjárfestar muni taka yfir fyrirtækið, en að öðrum kosti gæti lokun verksmiðjunnar vofað yfir. Stéttarfélagið tók starfsmannastjóra Goodyear verksmiðjunnar og framleiðslustjórann í gíslingu og settu traktorsdekk í dyrnar á herbergi því sem þeir voru lokaðir inní. Þannig átti að þrýsta þá til samninga um óbreyttan rekstur. Þetta væri flokkað sem mannrán í flestum löndum og væri slíkum verknaði í flestum löndum tekið með fangelsun þeirra sem að því standa en hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig í Frakklandi. Þeir bandarísku aðilar sem til greina komu að taka yfir verksmiðjuna látið hafa eftir sér eftir að hafa heimsótt verksmiðjuna Goodyear í Amiens að það sé hreinn hrillingur að sjá hvernig starfmenn þar vinna. „Þeir eru á háum launum en vinna um þrjá tíma á dag, eru með klukkutíma í hádegismat og tala saman í þrjá tíma og fara svo heim. Þetta gengur ekki svona, segja fjárfestarnir. Svona er ekki hægt að reka fyrirtæki, framleiðnin er engin“. Stéttarfélagið segir hinsvegar að stjórnendur verksmiðjunnar hafa aðeins séð brot af því sem koma skal og eru aldeilis ekki að baki dottnir. Langt gæti verið í að viðsemjendur nái saman og þessi aðferð er ekki beint til þess að liðka fyrir.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent