Ingvar E. með stórt hlutverk í Everest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. janúar 2014 11:53 Ingvar (t.v.) og rússneski fjallagarpurinn Boukreev. mynd/valli Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer með stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem tökur hefjast á í næstu viku. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Í samtali við Vísi segist Ingvar ekki hafa neina almennilega reynslu af fjallamennsku. „Ég er búinn að vera á fyrirlestrum og er síðan að fara í þjálfun,“ segir Ingvar, sem þó hefur gengið á fjöll. „Já já, bara á fótunum og með engar græjur. Ég er enginn alvöru fjallamaður þó mér finnist gaman að taka þessa litlu hóla hér heima.“ Tökur á myndinni hefjast í Nepal á mánudaginn en Ingvar tekur ekki þátt í þeim. Að loknum tökum í Nepal er förinni heitið til Ítalíu og þar hefst þátttaka Ingvars í verkefninu. Verður hann í góðum félagsskap þekktra leikara á borð við Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, John Hawkes og Jason Clark. „Ingvar lítur nánast út eins og hann,“ segir Baltasar leikstjóri í samtali við Vísi, og vísar þar til fjallagarpsins Boukreevs. Ingvar er ekki alveg sammála því en viðurkennir þó að líkindi séu til staðar. „Það er ýmislegt sem kallast á við okkur. Báðir ábúðarfullir menn.“Hræðist ekki hólfin Þá má geta þess til gamans að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingvar leikur Rússa í bandarískri kvikmynd. Hann fór með hlutverk í kvikmyndinni K-19: The Widowmaker árið 2002 og lék þar rússneskan vélstjóra í kafbáti. Ingvar er þó ekki hræddur við að festast í Rússahlutverkinu. „Nei nei, þegar maður er útlendingar og tekur þátt í verkefnum er auðvitað alltaf tilhneiging til þess að setja mann í einhver hólf,“ segir Ingvar. Frumsýningardagur Everest hefur enn ekki verið ákveðinn en Baltasar vonast til þess að myndin verði frumsýnd öðru hvorum megin við næstu áramót. Hann flýgur til Nepals á morgun frá Lundúnum, en þar hefur hann unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarið. Auk takanna í Nepal og á Ítalíu verða atriði tekin upp í hinu víðfræga 007-stúdíói í Pinewood-kvikmyndaverinu í Englandi. Tengdar fréttir Tom Hardy hættur við Everest Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. 23. október 2013 23:00 Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56 Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer með stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem tökur hefjast á í næstu viku. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Í samtali við Vísi segist Ingvar ekki hafa neina almennilega reynslu af fjallamennsku. „Ég er búinn að vera á fyrirlestrum og er síðan að fara í þjálfun,“ segir Ingvar, sem þó hefur gengið á fjöll. „Já já, bara á fótunum og með engar græjur. Ég er enginn alvöru fjallamaður þó mér finnist gaman að taka þessa litlu hóla hér heima.“ Tökur á myndinni hefjast í Nepal á mánudaginn en Ingvar tekur ekki þátt í þeim. Að loknum tökum í Nepal er förinni heitið til Ítalíu og þar hefst þátttaka Ingvars í verkefninu. Verður hann í góðum félagsskap þekktra leikara á borð við Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, John Hawkes og Jason Clark. „Ingvar lítur nánast út eins og hann,“ segir Baltasar leikstjóri í samtali við Vísi, og vísar þar til fjallagarpsins Boukreevs. Ingvar er ekki alveg sammála því en viðurkennir þó að líkindi séu til staðar. „Það er ýmislegt sem kallast á við okkur. Báðir ábúðarfullir menn.“Hræðist ekki hólfin Þá má geta þess til gamans að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingvar leikur Rússa í bandarískri kvikmynd. Hann fór með hlutverk í kvikmyndinni K-19: The Widowmaker árið 2002 og lék þar rússneskan vélstjóra í kafbáti. Ingvar er þó ekki hræddur við að festast í Rússahlutverkinu. „Nei nei, þegar maður er útlendingar og tekur þátt í verkefnum er auðvitað alltaf tilhneiging til þess að setja mann í einhver hólf,“ segir Ingvar. Frumsýningardagur Everest hefur enn ekki verið ákveðinn en Baltasar vonast til þess að myndin verði frumsýnd öðru hvorum megin við næstu áramót. Hann flýgur til Nepals á morgun frá Lundúnum, en þar hefur hann unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarið. Auk takanna í Nepal og á Ítalíu verða atriði tekin upp í hinu víðfræga 007-stúdíói í Pinewood-kvikmyndaverinu í Englandi.
Tengdar fréttir Tom Hardy hættur við Everest Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. 23. október 2013 23:00 Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56 Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tom Hardy hættur við Everest Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. 23. október 2013 23:00
Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56
Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01