Að vanda valið 9. janúar 2014 13:02 Til allrar hamingju eru lög Sálarinnar hundrað sinnum betri en nafnið. mynd/daníel Það að stofna hljómsveit er lítið mál fyrir hina músíkölsku. Menn og/eða konur stilla saman strengi sína og telja í. Með gleðina að vopni ætti þetta að koma á nokkrum hljómsveitaræfingum. Flóknara er það ekki. Eða hvað? Nei, ekki er það svo gott. Að þessu loknu tekur það erfiðasta við: Að finna nafn á hljómsveitina. Almenningur heldur kannski að það sé það auðveldasta í öllu ferlinu en tónlistarfólk veit betur. Að finna gott hljómsveitarnafn getur verið erfiðara og sársaukafyllra en að ganga á glerbrotum frá Reykjavík til Akureyrar. Þessu myndu flestir átta sig á ef þeir skoðuðu öll þau skelfilegu hljómsveitanöfn sem tónlistarfólk hefur dritað yfir heimsbyggðina. Limp Bizkit, Chumbawamba, The The, (hed) p.e., Anal Cunt, Nickelback og Def Leppard. Allt eru þetta skelfileg nöfn en frægustu sveitirnar komast upp með þau því fólk venst nöfnum þeirra. Sjálfur er ég í hljómsveit hverrar nafn er fáum að skapi. Mér finnst nafnið reyndar ekki alvont en ef ég mætti breyta því með aðstoð tímavélar myndi ég gera það. Þó er ég ekki í Haltri hóru, Soðinni fiðlu, Sálinni hans Jóns míns eða Pláhnetunni. Okkar nafn er töluvert skárra. Ég stofnaði síðan aðra hljómsveit á dögunum með hópi glæsilegra manna sem allir eru hoknir af reynslu og samtals hafa meðlimir sveitarinnar líklega verið í 15 til 20 hljómsveitum. En það var sama sagan með nafngiftina. Allt kom fyrir ekki. Lengi vel ætluðum við að heita Rækjan en á endanum barði einhver í borðið. Hafist var handa við að finna betri nöfn en þau voru á endanum öll mun verri. Það á ekki að vera hægt en okkur tókst það. En loksins höfum við ákveðið nafnið. Það er alls ekki frábært, en á nokkrum klukkutímum er mér farið að finnast það alveg ágætt. Þetta nafn munum við síðan þurfa að burðast með þar til hljómsveitin leggur upp laupana. Vonandi ekki lengur en það, nema við gerumst svo vitlausir að fá okkur hljómsveitartattú. En þá er allavega gott að 8-villt var frátekið. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Það að stofna hljómsveit er lítið mál fyrir hina músíkölsku. Menn og/eða konur stilla saman strengi sína og telja í. Með gleðina að vopni ætti þetta að koma á nokkrum hljómsveitaræfingum. Flóknara er það ekki. Eða hvað? Nei, ekki er það svo gott. Að þessu loknu tekur það erfiðasta við: Að finna nafn á hljómsveitina. Almenningur heldur kannski að það sé það auðveldasta í öllu ferlinu en tónlistarfólk veit betur. Að finna gott hljómsveitarnafn getur verið erfiðara og sársaukafyllra en að ganga á glerbrotum frá Reykjavík til Akureyrar. Þessu myndu flestir átta sig á ef þeir skoðuðu öll þau skelfilegu hljómsveitanöfn sem tónlistarfólk hefur dritað yfir heimsbyggðina. Limp Bizkit, Chumbawamba, The The, (hed) p.e., Anal Cunt, Nickelback og Def Leppard. Allt eru þetta skelfileg nöfn en frægustu sveitirnar komast upp með þau því fólk venst nöfnum þeirra. Sjálfur er ég í hljómsveit hverrar nafn er fáum að skapi. Mér finnst nafnið reyndar ekki alvont en ef ég mætti breyta því með aðstoð tímavélar myndi ég gera það. Þó er ég ekki í Haltri hóru, Soðinni fiðlu, Sálinni hans Jóns míns eða Pláhnetunni. Okkar nafn er töluvert skárra. Ég stofnaði síðan aðra hljómsveit á dögunum með hópi glæsilegra manna sem allir eru hoknir af reynslu og samtals hafa meðlimir sveitarinnar líklega verið í 15 til 20 hljómsveitum. En það var sama sagan með nafngiftina. Allt kom fyrir ekki. Lengi vel ætluðum við að heita Rækjan en á endanum barði einhver í borðið. Hafist var handa við að finna betri nöfn en þau voru á endanum öll mun verri. Það á ekki að vera hægt en okkur tókst það. En loksins höfum við ákveðið nafnið. Það er alls ekki frábært, en á nokkrum klukkutímum er mér farið að finnast það alveg ágætt. Þetta nafn munum við síðan þurfa að burðast með þar til hljómsveitin leggur upp laupana. Vonandi ekki lengur en það, nema við gerumst svo vitlausir að fá okkur hljómsveitartattú. En þá er allavega gott að 8-villt var frátekið.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira