Skammarlegt að tapa tvisvar 9. janúar 2014 23:30 Idris Elba AFP/NordicPhotos Idris Elba hefur nóg á sinni könnu um þessar mundir. Eftir allt saman, getur það verið stressandi að vera tilnefndur til tveggja Golden Globe-verðlauna. Leikarinn, sem er frá Bretlandi, settist niður með spjallþáttastjórnandanum Chelsea Handler í þættinum Chelsea Lately til þess að ræða tilnefningarnar tvær, annars vegar fyrir hlutverk sitt í Mandela: Long Walk To Freedom og hinsvegar fyrir hlutverk sitt í Luther. Hann vann til sinna fyrstu Golden Globe verðlauna árið 2012, fyrir hlutverk sitt í Luther. Chelsea spurði leikarann hvort hann væri stressaður yfir skömminni sem myndi fylgja því að tapa báðum verðlaunum. Elba svaraði: „Vandamálið er að það eru tvö borð sem ég ætti í raun að sitja við; annars vegar Mandela-borðið og hinsvegar Luther-borðið. Og í ljósi þess að ég hef þegar unnið fyrir Luther, þá ætlaði ég að sitja á Mandela-borðinu. En ef ég vinn það ekki, þá hleyp ég bara aftur að Luther-borðinu og segi: 'Hey, þið afsakið þetta.“ Elba viðurkenndi einnig að hann ætti sennilega að fara að huga að ræðusmíðum ef hann skyldi vinna til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Mandela. „Ég verð að fara að huga að ræðunni. Þegar maður leikur einhvern eins og Nelson Mandela, þá verður maður eiginlega að segja eitthvað mikilvægt ef maður vinnur.“ Golden Globes Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Idris Elba hefur nóg á sinni könnu um þessar mundir. Eftir allt saman, getur það verið stressandi að vera tilnefndur til tveggja Golden Globe-verðlauna. Leikarinn, sem er frá Bretlandi, settist niður með spjallþáttastjórnandanum Chelsea Handler í þættinum Chelsea Lately til þess að ræða tilnefningarnar tvær, annars vegar fyrir hlutverk sitt í Mandela: Long Walk To Freedom og hinsvegar fyrir hlutverk sitt í Luther. Hann vann til sinna fyrstu Golden Globe verðlauna árið 2012, fyrir hlutverk sitt í Luther. Chelsea spurði leikarann hvort hann væri stressaður yfir skömminni sem myndi fylgja því að tapa báðum verðlaunum. Elba svaraði: „Vandamálið er að það eru tvö borð sem ég ætti í raun að sitja við; annars vegar Mandela-borðið og hinsvegar Luther-borðið. Og í ljósi þess að ég hef þegar unnið fyrir Luther, þá ætlaði ég að sitja á Mandela-borðinu. En ef ég vinn það ekki, þá hleyp ég bara aftur að Luther-borðinu og segi: 'Hey, þið afsakið þetta.“ Elba viðurkenndi einnig að hann ætti sennilega að fara að huga að ræðusmíðum ef hann skyldi vinna til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Mandela. „Ég verð að fara að huga að ræðunni. Þegar maður leikur einhvern eins og Nelson Mandela, þá verður maður eiginlega að segja eitthvað mikilvægt ef maður vinnur.“
Golden Globes Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira