Dóttir Þorgríms Þráinssonar fetar tónlistarbrautina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2014 09:30 Dreymir stóra drauma sem hún ætlar að láta rætast. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“ Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp