Ætla alls ekki í jólaköttinn 18. desember 2013 11:30 Salka, Katla, Marteinn, Júlíana, Alex, Hekla og Mira eru hressir krakkar sem hlakka til jólanna. Mynd/Pjetur Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já! Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já!
Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira