Ætla alls ekki í jólaköttinn 18. desember 2013 11:30 Salka, Katla, Marteinn, Júlíana, Alex, Hekla og Mira eru hressir krakkar sem hlakka til jólanna. Mynd/Pjetur Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já! Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já!
Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira