PS3: Leikjatölvan sem öllu breytti 5. desember 2013 00:00 Playstation 3 mynd/afp Sony setti fyrstu Playstation-leikjatölvuna á markað árið 1994. Síðan þá hefur fyrirtækið selt um 430 milljónir leikjatölva. Fjórða kynslóð Playstation er á leið til Íslands í janúar. Af því tilefni leit Fréttablaðið yfir sögu Playstation 3-tölvunnar, PS3, sem hefur notið gífurlegra vinsælda um allan heim síðan hún kom á markað árið 2006. PS3-tölvan hefur selst í yfir áttatíu milljónum eintaka og hefur betur en helsti keppinauturinn, Xbox 360, sem hefur selst í um 79 milljónum eintaka þrátt fyrir að hafa verið ári lengur í sölu. Reyndar hefur Nintendo Wii-tölvan slegið báðum þessum leikjatölvum við og selst í yfir hundrað milljónum eintaka, en þó er eðlismunur á virkni hennar og hinnar tveggja. Þessi þriðja kynslóð leikjatölva gerði notendum kleift að fara á netið, streyma sjónvarpsefni og spila leiki við félaga í fjarlægum löndum. Óhætt er að segja að þær hafi breytt neysluvenjum margra á afþreyingarefni. Playstation 3 kom á markað þann 17. nóvember árið 2006. Fjórtán leikir komu út samhliða útgáfu tölvunnar, má þar helst nefna leikina Resistance: Fall of Man, Call of Duty 3 og Marvel: Ultimate Alliance. Strax í upphafi var tölvan gagnrýnd, hún þótti dýr og var útgáfu hennar oft seinkað vegna vandræða í framleiðslu. Í júlí árið 2008, eftir að platan hafði verið um sjö mánuði í sölu, ákvað Sony, framleiðandi PS3, að stækka harða disk tölvunnar, úr tuttugu gígabætum í sextíu gígabæt án þess að hækka verðið.Call of Duty 4: Modern Warfare.Október 2007 Playstation Eye var kynnt til sögunnar. Það er eins konar myndavél sem varpaði myndum af spilurum inn í leikina. Nóvember 2007 Leikurinn Call of Duty 4: Modern Warfare kom út. Leikurinn er, samkvæmt metacritic.com, einn besti fyrstu persónu skotleikur allra tíma, með 94 stig af 100 mögulegum í einkunn. Vefurinn Metacritic tekur saman umsagnir helstu fjölmiðla í tölvuleikjaheiminum og reiknar út meðaleinkunn sem leikir fá. Modern Warfare-leikirnir voru afar vinsælir á PS3, alls hafa komið út þrír slíkir leikir á PS3 og fengu þeir 92 í meðaleinkunn.Apríl 2008 Grand Theft Auto IV kom út. Hann er sá leikur sem hefur fengið hæstu einkunnina á Metacritic.com. Leikurinn fékk 98 af 100 stigum mögulegum en var gagnrýndur fyrir ofbeldi.Desember 2008 Playstation Home-viðmótið var kynnt til sögunnar. Home er eins konar gerviveröld þar sem spilarar geta skapað sína persónu, valið útlit og skreytt með hlutum sem þeir vinna eða kaupa.September 2009 Ný útgáfa af PS3 kom á markað. Hún var einfaldlega nefnd Playstation Slim. Tölvan var, eins og nafnið gefur til kynna, nettari auk þess sem hún var öflugri. Nú var harði diskurinn orðinn 120 gígabæt.PlayStation Move fjarstýringarnar.Október 2009 Uncharted 2: Among Thieves kom út. Hann var á sínum tíma söluhæsti fyrstu persónu skotleikur PS3 og er í þriðja sæti, ásamt einum öðrum leik, yfir bestu leiki allra tíma á metacritic.com, með 96 í einkunn.Október 2009 Fifa 10 kom út. Hann er sá íþróttaleikur sem hefur fengið hæstu einkunn á Metacritic í sögu PS3, með 91 stig af 100 mögulegum. Fifa-serían náði frábærum árangri yfir feril PS3-tölvunnar, eftir að hafa átt erfitt með að þróa leikinn í gegnum Playstation 2-tölvuna. Fifa skaut helsta keppinauti sínum, Pro Evolution Soccer, ref fyrir rass með frábærri þróun á PS3.Nóvember 2009 Hægt var að tengjast kvikmyndaþjónustunni Netflix í gegnum PS3. Í upphafi þurftu notendur að setja upp forrit af diski, til þess að fá aðgang að Netflix. Í október 2010 var hægt að hala sérstaka útgáfu af forritinu niður og voru diskarnir lagðir af. Í lok árs 2012 var tilkynnt að flestir áskrifendur Netflix notuðust við Playstation 3. September 2010 Playstation Move var kynnt til leiks. Move eru stýripinnar sem nema hreyfingar spilarans og svipar til stýripinna Nintendo Wii-tölvunnar. Með Move var til dæmis hægt að stunda líkamsrækt í PS3-tölvunni.Batman: Arkham Asylum.Maí 2011 LA Noire kom út. Leikurinn fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Fékk 89 stig af 100 hjá Metacritic og var söluhæsti leikurinn í Bandaríkjunum árið 2011. Október 2011 Batman: Arkham City kom út. Leikurinn vakti mikla athygli og þóttu myndgæðin afspyrnu flott. Hann seldist vel, sérstaklega í byrjun og endaði í 7. sæti yfir söluhæstu leiki ársins 2011. Leikurinn fékk 96 stig af 100 hjá Metacritic sem gerir hann að þriðja besta leik sögunnar, ásamt einum öðrum leik.Febrúar 2012 Playstation Vita var kynnt til sögunnar. Vita er lófaleikjatölva með tengimöguleika við Playstation 3. Hægt er að tengja tölvurnar saman og spila ákveðna PS3 leiki á Vita-tölvunni. Þessi tengimöguleiki var lítið notaður en Sony hyggst tengja Vita betur við Playstation 4.September 2012 Enn nýrri útgáfa af PS3 kom á markað, nefnd Super Slim. Tölvan varð enn nettari og enn öflugri fyrir vikið, hægt var að fá allt að fimm hundruð gígabæta harðan disk.September 2013 Grand Theft Auto V kom út. Leikurinn vakti gríðarlega athygli, eins og GTA-leikirnir hafa flestir gert. Leikurinn fékk 97 stig af 100 frá Metacritic sem gerir hann að næstbesta leik sögunnar fyrir Playstation 3. Hann sló öll sölumet og varð söluhæsta afþreyingarvara sögunnar.George Hotz er einn þekktasti hakkari heims.Mestu erfiðleikar Playstation 3 Í lok ársins 2009 beindi einn þekktasti hakkari heims, George Hotz, þekktur undir nafninu geohotz, sjónum sínum að Playstation 3-tölvunni. Hotz var þá þekktur fyrir að hafa hakkað iPhone-síma Apple. Hotz braust inn í stýrikerfi PS3. Í janúar árið 2010 tókst honum að komast framhjá hindrunum í stýrikerfi PS3 og var tölvan á hans valdi. Hann setti myndband á vefsvæðið YouTube. Viðbrögð ráðamanna Sony voru að herða á öryggiskerfi tölvunnar og setja stýrikerfinu ákveðnar skorður. Viðbrögðin virtust efla Hotz, sem ákvað að leggja enn meira í sölurnar. Í desember árið 2010 hóf hann nýjar tilraunir til þess að brjótast inn í vélina og á gamlársdag tókst honum að ná tölvunni algjörlega á sitt vald. Þetta þýddi að hann gat opnað stýrikerfið þannig að hægt væri að spila afritaða tölvuleiki, eitthvað sem Sony vildi framar öllu forðast. Sony lögsótti Hotz og vann málið. Alþjóðlegu samtökin Anonymous tóku þá til sinna ráða og hefndu ófara Hotz. Árásir voru gerðar á tölvukerfi Sony og í apríl 2011 tókst hökkurum að komast inn í viðkvæmar skrár sem geymdu persónuupplýsingar allra skráðra notenda Playstation Network-kerfisins. Í fyrstu var ekki vitað hvort kreditkortaupplýsingum hefði verið stolið. Það tók menn hjá Sony rúman mánuð að komast til botns í málinu, laga öryggisbrestinn í tölvukerfinu og afmá verksummerki Anonymous-hakkaranna. Send var út afsökunarbeiðni vegna brestsins og þess að Playstation Network var lokað í rúman mánuð. Stríðinu við hakkarana var hvergi nærri lokið, þó svo að Hotz reyndi allt sem hann gat til þess að róa félaga sína í tölvuheiminum. Hann hvatti hakkarana til þess að leggja niður vopn en allt kom fyrir ekki. Hópur sem kallar sig LulzSec hóf árásir á vefsíður Sony. Í maí 2012 voru sex meðlimir hópsins handteknir. Mál Sony gegn Hotz endaði farsælleg. Málið var látið niður falla með því skilyrði að Hotz undirritaði samning þess eðlis að eiga aldrei aftur við stýrikerfi PS3-tölvunnar. Að loknu málinu komu hugbúnaðarsérfræðingar Sony á fundi með Hotz þar sem hann sýndi þeim hvaða leiðir hann hefði farið. Hotz starfar nú sem öryggisráðgjafi Facebook. Leikjavísir Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Sony setti fyrstu Playstation-leikjatölvuna á markað árið 1994. Síðan þá hefur fyrirtækið selt um 430 milljónir leikjatölva. Fjórða kynslóð Playstation er á leið til Íslands í janúar. Af því tilefni leit Fréttablaðið yfir sögu Playstation 3-tölvunnar, PS3, sem hefur notið gífurlegra vinsælda um allan heim síðan hún kom á markað árið 2006. PS3-tölvan hefur selst í yfir áttatíu milljónum eintaka og hefur betur en helsti keppinauturinn, Xbox 360, sem hefur selst í um 79 milljónum eintaka þrátt fyrir að hafa verið ári lengur í sölu. Reyndar hefur Nintendo Wii-tölvan slegið báðum þessum leikjatölvum við og selst í yfir hundrað milljónum eintaka, en þó er eðlismunur á virkni hennar og hinnar tveggja. Þessi þriðja kynslóð leikjatölva gerði notendum kleift að fara á netið, streyma sjónvarpsefni og spila leiki við félaga í fjarlægum löndum. Óhætt er að segja að þær hafi breytt neysluvenjum margra á afþreyingarefni. Playstation 3 kom á markað þann 17. nóvember árið 2006. Fjórtán leikir komu út samhliða útgáfu tölvunnar, má þar helst nefna leikina Resistance: Fall of Man, Call of Duty 3 og Marvel: Ultimate Alliance. Strax í upphafi var tölvan gagnrýnd, hún þótti dýr og var útgáfu hennar oft seinkað vegna vandræða í framleiðslu. Í júlí árið 2008, eftir að platan hafði verið um sjö mánuði í sölu, ákvað Sony, framleiðandi PS3, að stækka harða disk tölvunnar, úr tuttugu gígabætum í sextíu gígabæt án þess að hækka verðið.Call of Duty 4: Modern Warfare.Október 2007 Playstation Eye var kynnt til sögunnar. Það er eins konar myndavél sem varpaði myndum af spilurum inn í leikina. Nóvember 2007 Leikurinn Call of Duty 4: Modern Warfare kom út. Leikurinn er, samkvæmt metacritic.com, einn besti fyrstu persónu skotleikur allra tíma, með 94 stig af 100 mögulegum í einkunn. Vefurinn Metacritic tekur saman umsagnir helstu fjölmiðla í tölvuleikjaheiminum og reiknar út meðaleinkunn sem leikir fá. Modern Warfare-leikirnir voru afar vinsælir á PS3, alls hafa komið út þrír slíkir leikir á PS3 og fengu þeir 92 í meðaleinkunn.Apríl 2008 Grand Theft Auto IV kom út. Hann er sá leikur sem hefur fengið hæstu einkunnina á Metacritic.com. Leikurinn fékk 98 af 100 stigum mögulegum en var gagnrýndur fyrir ofbeldi.Desember 2008 Playstation Home-viðmótið var kynnt til sögunnar. Home er eins konar gerviveröld þar sem spilarar geta skapað sína persónu, valið útlit og skreytt með hlutum sem þeir vinna eða kaupa.September 2009 Ný útgáfa af PS3 kom á markað. Hún var einfaldlega nefnd Playstation Slim. Tölvan var, eins og nafnið gefur til kynna, nettari auk þess sem hún var öflugri. Nú var harði diskurinn orðinn 120 gígabæt.PlayStation Move fjarstýringarnar.Október 2009 Uncharted 2: Among Thieves kom út. Hann var á sínum tíma söluhæsti fyrstu persónu skotleikur PS3 og er í þriðja sæti, ásamt einum öðrum leik, yfir bestu leiki allra tíma á metacritic.com, með 96 í einkunn.Október 2009 Fifa 10 kom út. Hann er sá íþróttaleikur sem hefur fengið hæstu einkunn á Metacritic í sögu PS3, með 91 stig af 100 mögulegum. Fifa-serían náði frábærum árangri yfir feril PS3-tölvunnar, eftir að hafa átt erfitt með að þróa leikinn í gegnum Playstation 2-tölvuna. Fifa skaut helsta keppinauti sínum, Pro Evolution Soccer, ref fyrir rass með frábærri þróun á PS3.Nóvember 2009 Hægt var að tengjast kvikmyndaþjónustunni Netflix í gegnum PS3. Í upphafi þurftu notendur að setja upp forrit af diski, til þess að fá aðgang að Netflix. Í október 2010 var hægt að hala sérstaka útgáfu af forritinu niður og voru diskarnir lagðir af. Í lok árs 2012 var tilkynnt að flestir áskrifendur Netflix notuðust við Playstation 3. September 2010 Playstation Move var kynnt til leiks. Move eru stýripinnar sem nema hreyfingar spilarans og svipar til stýripinna Nintendo Wii-tölvunnar. Með Move var til dæmis hægt að stunda líkamsrækt í PS3-tölvunni.Batman: Arkham Asylum.Maí 2011 LA Noire kom út. Leikurinn fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Fékk 89 stig af 100 hjá Metacritic og var söluhæsti leikurinn í Bandaríkjunum árið 2011. Október 2011 Batman: Arkham City kom út. Leikurinn vakti mikla athygli og þóttu myndgæðin afspyrnu flott. Hann seldist vel, sérstaklega í byrjun og endaði í 7. sæti yfir söluhæstu leiki ársins 2011. Leikurinn fékk 96 stig af 100 hjá Metacritic sem gerir hann að þriðja besta leik sögunnar, ásamt einum öðrum leik.Febrúar 2012 Playstation Vita var kynnt til sögunnar. Vita er lófaleikjatölva með tengimöguleika við Playstation 3. Hægt er að tengja tölvurnar saman og spila ákveðna PS3 leiki á Vita-tölvunni. Þessi tengimöguleiki var lítið notaður en Sony hyggst tengja Vita betur við Playstation 4.September 2012 Enn nýrri útgáfa af PS3 kom á markað, nefnd Super Slim. Tölvan varð enn nettari og enn öflugri fyrir vikið, hægt var að fá allt að fimm hundruð gígabæta harðan disk.September 2013 Grand Theft Auto V kom út. Leikurinn vakti gríðarlega athygli, eins og GTA-leikirnir hafa flestir gert. Leikurinn fékk 97 stig af 100 frá Metacritic sem gerir hann að næstbesta leik sögunnar fyrir Playstation 3. Hann sló öll sölumet og varð söluhæsta afþreyingarvara sögunnar.George Hotz er einn þekktasti hakkari heims.Mestu erfiðleikar Playstation 3 Í lok ársins 2009 beindi einn þekktasti hakkari heims, George Hotz, þekktur undir nafninu geohotz, sjónum sínum að Playstation 3-tölvunni. Hotz var þá þekktur fyrir að hafa hakkað iPhone-síma Apple. Hotz braust inn í stýrikerfi PS3. Í janúar árið 2010 tókst honum að komast framhjá hindrunum í stýrikerfi PS3 og var tölvan á hans valdi. Hann setti myndband á vefsvæðið YouTube. Viðbrögð ráðamanna Sony voru að herða á öryggiskerfi tölvunnar og setja stýrikerfinu ákveðnar skorður. Viðbrögðin virtust efla Hotz, sem ákvað að leggja enn meira í sölurnar. Í desember árið 2010 hóf hann nýjar tilraunir til þess að brjótast inn í vélina og á gamlársdag tókst honum að ná tölvunni algjörlega á sitt vald. Þetta þýddi að hann gat opnað stýrikerfið þannig að hægt væri að spila afritaða tölvuleiki, eitthvað sem Sony vildi framar öllu forðast. Sony lögsótti Hotz og vann málið. Alþjóðlegu samtökin Anonymous tóku þá til sinna ráða og hefndu ófara Hotz. Árásir voru gerðar á tölvukerfi Sony og í apríl 2011 tókst hökkurum að komast inn í viðkvæmar skrár sem geymdu persónuupplýsingar allra skráðra notenda Playstation Network-kerfisins. Í fyrstu var ekki vitað hvort kreditkortaupplýsingum hefði verið stolið. Það tók menn hjá Sony rúman mánuð að komast til botns í málinu, laga öryggisbrestinn í tölvukerfinu og afmá verksummerki Anonymous-hakkaranna. Send var út afsökunarbeiðni vegna brestsins og þess að Playstation Network var lokað í rúman mánuð. Stríðinu við hakkarana var hvergi nærri lokið, þó svo að Hotz reyndi allt sem hann gat til þess að róa félaga sína í tölvuheiminum. Hann hvatti hakkarana til þess að leggja niður vopn en allt kom fyrir ekki. Hópur sem kallar sig LulzSec hóf árásir á vefsíður Sony. Í maí 2012 voru sex meðlimir hópsins handteknir. Mál Sony gegn Hotz endaði farsælleg. Málið var látið niður falla með því skilyrði að Hotz undirritaði samning þess eðlis að eiga aldrei aftur við stýrikerfi PS3-tölvunnar. Að loknu málinu komu hugbúnaðarsérfræðingar Sony á fundi með Hotz þar sem hann sýndi þeim hvaða leiðir hann hefði farið. Hotz starfar nú sem öryggisráðgjafi Facebook.
Leikjavísir Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira