Dökk og ágeng mynd sem snertir við áhorfendum Símon Birgisson skrifar 28. nóvember 2013 11:04 Hunger Games 2: Catching Fire. Leikstjóri: Francis LawrenceLeikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland, Woody Harrelson. Fyrsta myndin í þríleiknum um Hungurleikana sló rækilega í gegn og gerði Jennifer Lawrence að stórstjörnu. Nú er framhaldið komið í bíó og veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hungurleikarnir 2 er dökk og ágeng og snertir við áhorfendum. Myndin hefst um ári eftir að þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í umdæmunum tólf þar sem almenningur lifir í fátækt ólíkt hinum ofurríku í höfuðborginni Kapítól. Vísanirnar í Rómaveldi eru margar, gestir í veislu forsetans drekka kokteila sem fá þá til að kasta upp til að þeir geti borðað meira meðan almenningur sveltur. Og Hungurleikarnir eru ópíum fólksins – brauð og leikar þar sem aðeins einn stendur eftir á lífi. Katniss Everdeen og Peeta Mellark þurfa aftur að berjast fyrir lífi sínu á leikvelli Hungurleikanna, nú á sérstökum hátíðarleikum, en það er meira undir – byltingin bíður handan hornsins, hinn raunverulegi óvinur er ríkið sjálft. Það var til marks um áhrifamátt myndarinnar að áhorfendur í fullum sal í Háskólabíói um helgina klöppuðu undir lok hennar. Þrátt fyrir að vera ævintýramynd, vísindaskáldsaga, hefur myndin alvarlegan undirtón. Hér er enginn Hollywood-afsláttur. Atriði þar sem gamall maður er tekinn af lífi á torgi af stormsveitum Snows forseta í upphafi myndarinnar slær tóninn. Jennifer Lawrence fer aftur á kostum sem Katniss. Woody Harrelson stelur senunni eins og hann er vanur. Og Donald Sutherland í hlutverki Snows er réttur maður á réttum stað. Hungurleikarnir 2 gæti komist á lista með flottustu vísindaskáldsögum allra tíma. Myndin er stórkostleg blanda af Star Wars, Battle Royal og American Idol. Hún er kröftug ádeila á misskiptingu, vald, kapítalismann og eftirlitssamfélagið. En fyrst og fremst frábær skemmtun, rússíbanareið frá upphafi til enda.Símon BirgissonNiðurstaða: Það besta sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hunger Games 2: Catching Fire. Leikstjóri: Francis LawrenceLeikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland, Woody Harrelson. Fyrsta myndin í þríleiknum um Hungurleikana sló rækilega í gegn og gerði Jennifer Lawrence að stórstjörnu. Nú er framhaldið komið í bíó og veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hungurleikarnir 2 er dökk og ágeng og snertir við áhorfendum. Myndin hefst um ári eftir að þeirri fyrri lýkur. Það er ólga í umdæmunum tólf þar sem almenningur lifir í fátækt ólíkt hinum ofurríku í höfuðborginni Kapítól. Vísanirnar í Rómaveldi eru margar, gestir í veislu forsetans drekka kokteila sem fá þá til að kasta upp til að þeir geti borðað meira meðan almenningur sveltur. Og Hungurleikarnir eru ópíum fólksins – brauð og leikar þar sem aðeins einn stendur eftir á lífi. Katniss Everdeen og Peeta Mellark þurfa aftur að berjast fyrir lífi sínu á leikvelli Hungurleikanna, nú á sérstökum hátíðarleikum, en það er meira undir – byltingin bíður handan hornsins, hinn raunverulegi óvinur er ríkið sjálft. Það var til marks um áhrifamátt myndarinnar að áhorfendur í fullum sal í Háskólabíói um helgina klöppuðu undir lok hennar. Þrátt fyrir að vera ævintýramynd, vísindaskáldsaga, hefur myndin alvarlegan undirtón. Hér er enginn Hollywood-afsláttur. Atriði þar sem gamall maður er tekinn af lífi á torgi af stormsveitum Snows forseta í upphafi myndarinnar slær tóninn. Jennifer Lawrence fer aftur á kostum sem Katniss. Woody Harrelson stelur senunni eins og hann er vanur. Og Donald Sutherland í hlutverki Snows er réttur maður á réttum stað. Hungurleikarnir 2 gæti komist á lista með flottustu vísindaskáldsögum allra tíma. Myndin er stórkostleg blanda af Star Wars, Battle Royal og American Idol. Hún er kröftug ádeila á misskiptingu, vald, kapítalismann og eftirlitssamfélagið. En fyrst og fremst frábær skemmtun, rússíbanareið frá upphafi til enda.Símon BirgissonNiðurstaða: Það besta sem hefur komið frá Hollywood í langan tíma.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira