Íslensk raftónlist ómar í Berlín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Pan er hér til vinstri en hann kemur fram ásamt föður sínum, Óskari Thorarensen, til hægri. Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“