Quiz Up vinsælast í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skrifstofa Plain Vanilla. Starfsfólk undirbýr aukið álag á netþjóna eftir velgengni QuizUp. fréttablaðið/daníel „Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“ Leikjavísir Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
„Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“
Leikjavísir Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira