XL heillar Evrópubúa 8. nóvember 2013 08:30 Marteinn verður á ferðalagi næstu átta daga. Fréttablaðið/Stefán „Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“ Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein