Harmleikur í þátíð og nútíð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 10:00 Skuggasund eftir Arnald Indriðason Bækur: Skuggasund Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell Aðdáendur Arnaldar, sem eru ósáttir við brotthvarf Erlendar sviðahausamanns úr sviðsljósi bóka hans, ættu að geta tekið gleði sína á ný við lestur Skuggasunds. Hér er mættur glænýr lögreglumaður, reyndar kominn á eftirlaun, Konráð að nafni og eftir öllum sólarmerkjum að dæma eiga lesendur eftir að kynnast honum nánar í næstu bókum. Hann á líka erfiða barnæsku að baki og einhver ævintýri sem ýjað er að en ekki farið nánar út í. Við bíðum spennt. Raunar eru lögreglumennirnir í forgrunninum þrír því hér fer fram tveimur sögum; morðum bæði árið 1944 og í nútímanum, og þeir Flóvent og Thorson sem rannsaka fyrra morðið eru sömuleiðis vel dregnar og áhugaverðar persónur sem við því miður fáum sennilega ekki að kynnast betur. Og þó, hver veit? Aðalsmerki Arnaldar sem glæpasagnahöfundar er hversu vænt honum þykir um persónur sínar. Bæði rannsakendur og fórnarlömb verða ljóslifandi í huga lesandans og glæponar og grunaðir sömuleiðis. Á því verður ekki breyting í Skuggasundi og þrátt fyrir ljótleika glæpanna eru ólánsmennirnir sem fremja þá dregnir mannelskum dráttum sem gera lesandanum ómögulegt að hata þá, alla nema einn. Sagan frá 1944 er aðalgáta rannsóknarinnar enda kemur á daginn að samtímamorðið tengist því máli beint. Arnaldur lýsir aldarfari og aðstæðum fólks á stríðsárunum óhemju vel og með því að hafa annan rannsóknarmanninn kanadískan Vestur-Íslending sem takmarkað þekkir til staðhátta tekst honum að lauma inn alls kyns vangaveltum um þau mál sem efst eru á baugi árið 1944 í formi samtala þeirra Flóvents án þess að það verði þvingað og á skjön við söguna. Öll framvinda málanna er líka trúverðug í gegn, öfugt við það sem oft vill verða í glæpasögum, og lesandinn lifir sig inn í rannsóknirnar af áður óþekktri innlifun. Hver morðinginn er er hálfgert aukaatriði, það er líf þess fólks sem við sögu kemur sem skapar áhugann og spennuna. Bygging sögunnar er með eindæmum faglega unnin. Sögusviðin tvö flæða hvort inn í annað algjörlega áreynslulaust og fléttunin er hnökralaus. Stíllinn er árgangs Arnaldur, ekkert flúr eða stælar og samtölin eru betur unnin en oft áður, vottar ekki fyrir bókmáli eða uppskafningi og maður trúir hverju orði. Skuggasund markar engin skil á ferli Arnaldar, hann hefur undanfarin ár verið að þróa bæði stíl og byggingu í þessa átt, en þetta er vel unnin og þrauthugsuð saga sem hreyfir við lesandanum á margan hátt og vekur hann til umhugsunar um þá gömlu spurningu hvort við höfum í raun gengið til góðs þessi ár sem Ísland hefur verið lýðveldi.Niðurstaða: Vel unnin og þrauthugsuð saga á tveimur tímaplönum. Sögusvið, persónusköpun og bygging haldast í hendur við að gera Skuggasund að einni bestu bók Arnaldar. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Skuggasund Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell Aðdáendur Arnaldar, sem eru ósáttir við brotthvarf Erlendar sviðahausamanns úr sviðsljósi bóka hans, ættu að geta tekið gleði sína á ný við lestur Skuggasunds. Hér er mættur glænýr lögreglumaður, reyndar kominn á eftirlaun, Konráð að nafni og eftir öllum sólarmerkjum að dæma eiga lesendur eftir að kynnast honum nánar í næstu bókum. Hann á líka erfiða barnæsku að baki og einhver ævintýri sem ýjað er að en ekki farið nánar út í. Við bíðum spennt. Raunar eru lögreglumennirnir í forgrunninum þrír því hér fer fram tveimur sögum; morðum bæði árið 1944 og í nútímanum, og þeir Flóvent og Thorson sem rannsaka fyrra morðið eru sömuleiðis vel dregnar og áhugaverðar persónur sem við því miður fáum sennilega ekki að kynnast betur. Og þó, hver veit? Aðalsmerki Arnaldar sem glæpasagnahöfundar er hversu vænt honum þykir um persónur sínar. Bæði rannsakendur og fórnarlömb verða ljóslifandi í huga lesandans og glæponar og grunaðir sömuleiðis. Á því verður ekki breyting í Skuggasundi og þrátt fyrir ljótleika glæpanna eru ólánsmennirnir sem fremja þá dregnir mannelskum dráttum sem gera lesandanum ómögulegt að hata þá, alla nema einn. Sagan frá 1944 er aðalgáta rannsóknarinnar enda kemur á daginn að samtímamorðið tengist því máli beint. Arnaldur lýsir aldarfari og aðstæðum fólks á stríðsárunum óhemju vel og með því að hafa annan rannsóknarmanninn kanadískan Vestur-Íslending sem takmarkað þekkir til staðhátta tekst honum að lauma inn alls kyns vangaveltum um þau mál sem efst eru á baugi árið 1944 í formi samtala þeirra Flóvents án þess að það verði þvingað og á skjön við söguna. Öll framvinda málanna er líka trúverðug í gegn, öfugt við það sem oft vill verða í glæpasögum, og lesandinn lifir sig inn í rannsóknirnar af áður óþekktri innlifun. Hver morðinginn er er hálfgert aukaatriði, það er líf þess fólks sem við sögu kemur sem skapar áhugann og spennuna. Bygging sögunnar er með eindæmum faglega unnin. Sögusviðin tvö flæða hvort inn í annað algjörlega áreynslulaust og fléttunin er hnökralaus. Stíllinn er árgangs Arnaldur, ekkert flúr eða stælar og samtölin eru betur unnin en oft áður, vottar ekki fyrir bókmáli eða uppskafningi og maður trúir hverju orði. Skuggasund markar engin skil á ferli Arnaldar, hann hefur undanfarin ár verið að þróa bæði stíl og byggingu í þessa átt, en þetta er vel unnin og þrauthugsuð saga sem hreyfir við lesandanum á margan hátt og vekur hann til umhugsunar um þá gömlu spurningu hvort við höfum í raun gengið til góðs þessi ár sem Ísland hefur verið lýðveldi.Niðurstaða: Vel unnin og þrauthugsuð saga á tveimur tímaplönum. Sögusvið, persónusköpun og bygging haldast í hendur við að gera Skuggasund að einni bestu bók Arnaldar.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira