Viðskipti erlent

Bakkavör fær skammir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Bakkavör segir verkferla í skoðun í flatbökuverksmiðju í Harrow í Bretlandi þar sem verkalýðsfélag segir vinnulöggjöf Evrópusambandsins brotna.

Í umfjöllun Food Manufacture er haft eftir talsmanni Bakkavarar að fyrirtækið vinni með starfsfólki og fulltrúum verkalýðsfélagsins til þess að tryggja að tilmælum í vinnutímatilskipun ESB verði fylgt.

Verkalýðsfélagið segir dæmi um 647 brot á vinnutímatilskipuninni hjá verksmiðjunni frá júlíbyrjun og fram í septemberlok á þessu ári.

Verkafólk á að fá ellefu tíma hvíld á milli vakta, en dæmi eru sögð um að fólk, sem hafi stimplað sig út, mæti aftur til starfa þremur til fjórum klukkustundum síðar.

Verkalýðsfélagið vill að Bakkavör birti að fullu vinnutímaskýrslur starfsfólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×