Þrumuguðinn Þór kemur til bjargar Sara McMahon skrifar 30. október 2013 22:00 Chris Hemsworth fer með hlutverk þrumuguðsins Þórs í kvikmyndinni Thor: The Dark World. Ævintýramyndin Thor: The Dark World verður heimsfrumsýnd á Íslandi annað kvöld. Ástralinn Chris Hemsworth bregður sér aftur í hlutverk þrumuguðsins Þórs, sem þarf að glíma við fornan fjanda sem vill eyða veröld guðanna. Til að brjóta hinn illa Malekith á bak aftur þarf Þór að leita aðstoðar goðsins Loka, en á milli þeirra ríkir lítið traust sem gæti verið þrándur í götu friðar. Leikstjóri myndarinnar er Alan Taylor og auk Hemsworth fara Natalie Portman, Tom Hiddleston, Anthony Hopkins, Stellan Skarsgård og Idris Elba með helstu hlutverk.Tökulið var sent til Íslands til þess að taka loftmyndir af Dettifossi frá ólíkum sjónarhornum. Myndefnið var notað sem grunnur fyrir fossana í Ásgarði. Tökur fóru einnig fram í Dómadal, við Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og á Skeiðarársandi. Um 30 hamrar voru smíðaðir fyrir kvikmyndina. Aðalhamarinn var smíðaður úr áli en aðrir hamrar voru ýmist þyngri eða léttari og voru þeir léttustu notaðir í hvers kyns brellur. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Hálendi Íslands þótti kjörið fyrir dimma veröld Svartálfaheima. Myndin gekk undir heitinu Thursday Morning á meðan á tökum stóð. Thursday, eða fimmtudagur, er kenndur við þrumuguðinn Þór. Leikstjórinn Patty Jenkins átti upphaflega að taka að sér að leikstýra myndinni. Hún hætti við vegna listræns ágreinings og þótti Natalie Portman, aðalleikkonu myndarinnar, það svo miður að hún neitaði að taka að sér hlutverk í myndinni. Hún varð þó að snúa aftur sem Jane Foster vegna samningsins sem hún hafði gert við framleiðslufyrirtækið. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ævintýramyndin Thor: The Dark World verður heimsfrumsýnd á Íslandi annað kvöld. Ástralinn Chris Hemsworth bregður sér aftur í hlutverk þrumuguðsins Þórs, sem þarf að glíma við fornan fjanda sem vill eyða veröld guðanna. Til að brjóta hinn illa Malekith á bak aftur þarf Þór að leita aðstoðar goðsins Loka, en á milli þeirra ríkir lítið traust sem gæti verið þrándur í götu friðar. Leikstjóri myndarinnar er Alan Taylor og auk Hemsworth fara Natalie Portman, Tom Hiddleston, Anthony Hopkins, Stellan Skarsgård og Idris Elba með helstu hlutverk.Tökulið var sent til Íslands til þess að taka loftmyndir af Dettifossi frá ólíkum sjónarhornum. Myndefnið var notað sem grunnur fyrir fossana í Ásgarði. Tökur fóru einnig fram í Dómadal, við Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og á Skeiðarársandi. Um 30 hamrar voru smíðaðir fyrir kvikmyndina. Aðalhamarinn var smíðaður úr áli en aðrir hamrar voru ýmist þyngri eða léttari og voru þeir léttustu notaðir í hvers kyns brellur. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Hálendi Íslands þótti kjörið fyrir dimma veröld Svartálfaheima. Myndin gekk undir heitinu Thursday Morning á meðan á tökum stóð. Thursday, eða fimmtudagur, er kenndur við þrumuguðinn Þór. Leikstjórinn Patty Jenkins átti upphaflega að taka að sér að leikstýra myndinni. Hún hætti við vegna listræns ágreinings og þótti Natalie Portman, aðalleikkonu myndarinnar, það svo miður að hún neitaði að taka að sér hlutverk í myndinni. Hún varð þó að snúa aftur sem Jane Foster vegna samningsins sem hún hafði gert við framleiðslufyrirtækið.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira