Kalkbrenner kemur fram á Sónar Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 08:00 Eitt stærsta nafnið í danstónlistarheiminum spilar á Sónar í Reykjavík á næsta ári. Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is. Sónar Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is.
Sónar Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira