Kalkbrenner kemur fram á Sónar Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 08:00 Eitt stærsta nafnið í danstónlistarheiminum spilar á Sónar í Reykjavík á næsta ári. Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is. Sónar Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tólf listamenn hafa bæst við Sónar-hátíðina sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 13. til 15. febrúar. Tvö af stærstu nöfnum danstónlistarinnar, Paul Kalkbrenner og Bonobo, eru á meðal þeirra. Einnig hefur bæst við Bretinn James Holden, sem hefur unnið með Radiohead, Madonnu og Depeche Mode. Áður hafði Major Lazer verið tilkynntur á hátíðina. „Að staðfesta Paul Kalkbrenner og Major Lazer á Sónar Reykjavík er mikil viðurkenning fyrir okkur og þá umfjöllun sem hátíðin í febrúar síðastliðnum fékk,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. „Að listamenn af þessari stærðargráðu spili á hátíð sem selur 3.500 miða er líklega einstakt og að sömu listamenn séu tilbúnir til að spila í 1.600 manna sal er fáheyrt. Þetta sýnir okkur að sú stefna að vera með litla hátíð með stórum nöfnum er sannarlega möguleg.“ Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ojba Rasta, Vök og Haleluwah hafa einnig bæst í hópinn, ásamt Steve Sampling, Futuregrapher, Skurken, Muted og DJ Yamaho. Áður hefur verið tilkynnt um komu Hjaltalín, Kölsch, Daphni, Sykurs og Sometime. Enn á eftir að bæta við flytjendum og verða þeir samtals um sextíu talsins. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 er í fullum gangi á midi.is og harpa.is.
Sónar Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira