Enginn í fótspor Mugison og Ásgeirs Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2013 07:00 Svo virðist sem enginn ætli að feta í fótspor Ásgeirs Trausta og Mugison þetta árið. Sigríður Thorlacius, Lay Low og Emilíana Torrini gætu náð gullsölu. fréttablaðið/valli Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira