Jæja Sigmundur Davíð Saga Garðarsdóttir skrifar 21. október 2013 06:00 Ég birti þér bréf fyrir tveimur vikum og enn hefur mér ekki borist svar. Ég veit ekki hversu duglegir aðstoðarmenn þínir eru að sýna þér Fréttablaðið eða faxa það allar þessar sjómílur í snekkjuna þína í Karabíska hafinu, eða hvort nóg sé af blöðum í faxtækinu til að prenta út allar mikilvægu fyrirspurnirnar sem þér berast sennilega í nýju vinnunni þinni - ég vona það allavega. Til öryggis hef ég sent afrit af bréfunum á karabísku fréttablöðin Bermuda Gazette og Barbados Nation. Ég veit vel að pennavinir eru eflaust ekki jafn ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar og hjá barnablaði Morgunblaðsins en ég viðurkenni samt að ég er smá sár. Ég skil voða fátt sem þú hefur ákveðið og afturkallað nýlega en til að geta tekið þátt í samfélagslegri uppbyggingu hjálpar að skilja hana. Við erum eins og ég sagði þér í síðasta bréfi mjög ólík, eins og sitthvor fóturinn á sama búk og einlægt samtal á opnum vettvangi myndi hjálpa okkur að láta þetta ganga. Þá hljóta ímyndasérfræðingar þínir, þeir sem sjá til þess að þú sért smart á alþjóðlegum fundum og bóka fyrir þig spondant utanlandsferðir, að geta bent þér á hvað það er gott fyrir almenningsálitið að eiga í opinberri vináttu við almúgakonu. Ég hef líka litið í eigin barm og hugsað hvort ég hafi óvart sagt eitthvað vitlaust eða særandi. Það eina sem ég hnaut um er að ég líkti mögulegri vináttu okkar við samband aðalpersónanna í Clueless sem er kannski of ónákvæm líking. Við erum auðvitað miklu frekar eins og Rosie og Jack í Titanic. Þú veist; fátæki listamaðurinn, fyrsta farrýmisskvísan, þjóðarskútan og allt það. Sendu mér endilega póstkort og segðu mér frá ferðalaginu. Sjálf fór ég einu sinni á trillu sem mágur minn á. Við sigldum til Viðeyjar og strönduðum í fjörunni og þurftum að bíða í sex tíma eftir næsta flóði. Á þessum sex tímum lærði ég að fleyta kellingar. Ég vona að þú nýtir tímann líka vel og eins og Hjálparsveitin myndi syngja það: Gleymdu ekki þínum minnsta bróður - þó höf og álfur skilji að. P.s. Safnar þú límmiðum? P.p.s. Ég reyndi að taka hús á þér í Jökulsárhlíð, þar sem lögheimili þitt er skráð en þar voru öll ljós slökkt og enginn heima :( Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Ég birti þér bréf fyrir tveimur vikum og enn hefur mér ekki borist svar. Ég veit ekki hversu duglegir aðstoðarmenn þínir eru að sýna þér Fréttablaðið eða faxa það allar þessar sjómílur í snekkjuna þína í Karabíska hafinu, eða hvort nóg sé af blöðum í faxtækinu til að prenta út allar mikilvægu fyrirspurnirnar sem þér berast sennilega í nýju vinnunni þinni - ég vona það allavega. Til öryggis hef ég sent afrit af bréfunum á karabísku fréttablöðin Bermuda Gazette og Barbados Nation. Ég veit vel að pennavinir eru eflaust ekki jafn ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar og hjá barnablaði Morgunblaðsins en ég viðurkenni samt að ég er smá sár. Ég skil voða fátt sem þú hefur ákveðið og afturkallað nýlega en til að geta tekið þátt í samfélagslegri uppbyggingu hjálpar að skilja hana. Við erum eins og ég sagði þér í síðasta bréfi mjög ólík, eins og sitthvor fóturinn á sama búk og einlægt samtal á opnum vettvangi myndi hjálpa okkur að láta þetta ganga. Þá hljóta ímyndasérfræðingar þínir, þeir sem sjá til þess að þú sért smart á alþjóðlegum fundum og bóka fyrir þig spondant utanlandsferðir, að geta bent þér á hvað það er gott fyrir almenningsálitið að eiga í opinberri vináttu við almúgakonu. Ég hef líka litið í eigin barm og hugsað hvort ég hafi óvart sagt eitthvað vitlaust eða særandi. Það eina sem ég hnaut um er að ég líkti mögulegri vináttu okkar við samband aðalpersónanna í Clueless sem er kannski of ónákvæm líking. Við erum auðvitað miklu frekar eins og Rosie og Jack í Titanic. Þú veist; fátæki listamaðurinn, fyrsta farrýmisskvísan, þjóðarskútan og allt það. Sendu mér endilega póstkort og segðu mér frá ferðalaginu. Sjálf fór ég einu sinni á trillu sem mágur minn á. Við sigldum til Viðeyjar og strönduðum í fjörunni og þurftum að bíða í sex tíma eftir næsta flóði. Á þessum sex tímum lærði ég að fleyta kellingar. Ég vona að þú nýtir tímann líka vel og eins og Hjálparsveitin myndi syngja það: Gleymdu ekki þínum minnsta bróður - þó höf og álfur skilji að. P.s. Safnar þú límmiðum? P.p.s. Ég reyndi að taka hús á þér í Jökulsárhlíð, þar sem lögheimili þitt er skráð en þar voru öll ljós slökkt og enginn heima :(
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun