Fleiri orð og meira majónes Freyr Bjarnason skrifar 18. október 2013 09:15 Hljómsveitin Ojba Rasta gefur út sína aðra plötu í dag. fréttablaðið/valli Önnur plata reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta, Friður, kemur út í dag. Hún fylgir eftir plötu sveitarinnar, Ojba Rasta, sem vakti mikla athygli í fyrra. Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon eru aðallagahöfundar þessarar níu manna sveitar. Arnljótur segir nýju plötuna öðruvísi en þá síðustu. „Hún er lengri, með fleiri lögum, fleiri orðum og meira majónesi,“ segir hann. „Núna er meira farið um víðan völl og platan er kannski beittari en sú síðasta.“ Spurður út í nafnið Friður segir Arnljótur alls konar frið vera að finna á plötunni. „Það er bæði friður í hjartanu og svo er verið að ræða um utanáliggjandi frið. Það má túlka þetta á ýmsa vegu. Það er líka merkilegt að enginn hafi gefið út plötu sem heitir Friður áður.“ Þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að Ojba Rasta kom út segir Arnljótur hljómsveitina ekkert afkastameiri en gengur og gerist. „Við erum búin að vera starfandi í um það bil þrjú ár og þetta eru orðin ein átján lög sem við höfum gefið út. Það er ekki mikið á þremur árum.“ Sveitin spilar næst á Airwaves-hátíðinni. Útgáfutónleikar verða haldnir í nóvember eftir að Friður kemur út á vínyl. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Önnur plata reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta, Friður, kemur út í dag. Hún fylgir eftir plötu sveitarinnar, Ojba Rasta, sem vakti mikla athygli í fyrra. Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon eru aðallagahöfundar þessarar níu manna sveitar. Arnljótur segir nýju plötuna öðruvísi en þá síðustu. „Hún er lengri, með fleiri lögum, fleiri orðum og meira majónesi,“ segir hann. „Núna er meira farið um víðan völl og platan er kannski beittari en sú síðasta.“ Spurður út í nafnið Friður segir Arnljótur alls konar frið vera að finna á plötunni. „Það er bæði friður í hjartanu og svo er verið að ræða um utanáliggjandi frið. Það má túlka þetta á ýmsa vegu. Það er líka merkilegt að enginn hafi gefið út plötu sem heitir Friður áður.“ Þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að Ojba Rasta kom út segir Arnljótur hljómsveitina ekkert afkastameiri en gengur og gerist. „Við erum búin að vera starfandi í um það bil þrjú ár og þetta eru orðin ein átján lög sem við höfum gefið út. Það er ekki mikið á þremur árum.“ Sveitin spilar næst á Airwaves-hátíðinni. Útgáfutónleikar verða haldnir í nóvember eftir að Friður kemur út á vínyl.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira