Fleiri orð og meira majónes Freyr Bjarnason skrifar 18. október 2013 09:15 Hljómsveitin Ojba Rasta gefur út sína aðra plötu í dag. fréttablaðið/valli Önnur plata reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta, Friður, kemur út í dag. Hún fylgir eftir plötu sveitarinnar, Ojba Rasta, sem vakti mikla athygli í fyrra. Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon eru aðallagahöfundar þessarar níu manna sveitar. Arnljótur segir nýju plötuna öðruvísi en þá síðustu. „Hún er lengri, með fleiri lögum, fleiri orðum og meira majónesi,“ segir hann. „Núna er meira farið um víðan völl og platan er kannski beittari en sú síðasta.“ Spurður út í nafnið Friður segir Arnljótur alls konar frið vera að finna á plötunni. „Það er bæði friður í hjartanu og svo er verið að ræða um utanáliggjandi frið. Það má túlka þetta á ýmsa vegu. Það er líka merkilegt að enginn hafi gefið út plötu sem heitir Friður áður.“ Þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að Ojba Rasta kom út segir Arnljótur hljómsveitina ekkert afkastameiri en gengur og gerist. „Við erum búin að vera starfandi í um það bil þrjú ár og þetta eru orðin ein átján lög sem við höfum gefið út. Það er ekki mikið á þremur árum.“ Sveitin spilar næst á Airwaves-hátíðinni. Útgáfutónleikar verða haldnir í nóvember eftir að Friður kemur út á vínyl. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Önnur plata reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta, Friður, kemur út í dag. Hún fylgir eftir plötu sveitarinnar, Ojba Rasta, sem vakti mikla athygli í fyrra. Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon eru aðallagahöfundar þessarar níu manna sveitar. Arnljótur segir nýju plötuna öðruvísi en þá síðustu. „Hún er lengri, með fleiri lögum, fleiri orðum og meira majónesi,“ segir hann. „Núna er meira farið um víðan völl og platan er kannski beittari en sú síðasta.“ Spurður út í nafnið Friður segir Arnljótur alls konar frið vera að finna á plötunni. „Það er bæði friður í hjartanu og svo er verið að ræða um utanáliggjandi frið. Það má túlka þetta á ýmsa vegu. Það er líka merkilegt að enginn hafi gefið út plötu sem heitir Friður áður.“ Þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að Ojba Rasta kom út segir Arnljótur hljómsveitina ekkert afkastameiri en gengur og gerist. „Við erum búin að vera starfandi í um það bil þrjú ár og þetta eru orðin ein átján lög sem við höfum gefið út. Það er ekki mikið á þremur árum.“ Sveitin spilar næst á Airwaves-hátíðinni. Útgáfutónleikar verða haldnir í nóvember eftir að Friður kemur út á vínyl.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira