Tökur fóru fram í risavöxnu málmhylki Sara McMahon skrifar 17. október 2013 10:00 Sandra Bullock fer með hlutverk geimfara í spennumyndinni Gravity eftir leikstjórann Alfonso Cuarón. Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, verður frumsýnd annað kvöld. Á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörðum króna og varð því aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Gravity segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst. Nýliðinn Ryan Stone þeytist út í tómið og kollegi hennar Matt Kowalski fer á eftir henni. Þau ná aftur til skutlunnar en þurfa að taka á honum stóra sínum eigi þau að lifa af því takmarkaðar súrefnisbirgðir eru eftir í skutlunni. Sandra Bullock og George Clooney eru einu leikarar myndarinnar sem eru í mynd. Ed Harris, Paul Sharma, Amy Warren og Basher Savage ljá öðrum persónum myndarinnar raddir sínar.Búrið hennar Söndru Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón sem leikstýrt hefur myndum á borð við A Little Princess frá 1995, Y Tu Mamá También, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Children of Men. Cuarón skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt syni sínum, Jonás Cuarón. Leikstjórinn er góðvinur Guillermos del Toro og Alejandros González Iñárritu og ganga þremenningarnir gjarnan undir nafninu The Three Amigos of Cinema innan kvikmyndabransans. Flestar tökur með leikkonunni Söndru Bullock fóru fram innan í risavöxnu málmhylki. Tók það leikkonuna töluverðan tíma að komast inn í og út úr hylkinu og því dvaldi hún þar inni í allt að tíu klukkustundir dag hvern. Leikstjórinn og annað samstarfsfólk Bullock reyndu að gera hylkið, sem gekk undir nafninu búr Sandy, eins huggulegt og unnt var til að koma í veg fyrir að leikkonan fengi kvíðakast eða innilokunarkennd á meðan hún hírðist í hylkinu. Tökuliðið brá meðal annars á það ráð að halda teiti í hvert sinn sem Bullock mætti til vinnu svo hún væri andlega tilbúin fyrir hylkið. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Spennumyndin Gravity, sem skartar Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, verður frumsýnd annað kvöld. Á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum halaði myndin inn sem nemur 6,6 milljörðum króna og varð því aðsóknarmesta októberfrumsýning frá upphafi. Gravity segir frá tveimur geimförum sem komast í hann krappan þegar geimskutla þeirra eyðileggst. Nýliðinn Ryan Stone þeytist út í tómið og kollegi hennar Matt Kowalski fer á eftir henni. Þau ná aftur til skutlunnar en þurfa að taka á honum stóra sínum eigi þau að lifa af því takmarkaðar súrefnisbirgðir eru eftir í skutlunni. Sandra Bullock og George Clooney eru einu leikarar myndarinnar sem eru í mynd. Ed Harris, Paul Sharma, Amy Warren og Basher Savage ljá öðrum persónum myndarinnar raddir sínar.Búrið hennar Söndru Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón sem leikstýrt hefur myndum á borð við A Little Princess frá 1995, Y Tu Mamá También, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Children of Men. Cuarón skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt syni sínum, Jonás Cuarón. Leikstjórinn er góðvinur Guillermos del Toro og Alejandros González Iñárritu og ganga þremenningarnir gjarnan undir nafninu The Three Amigos of Cinema innan kvikmyndabransans. Flestar tökur með leikkonunni Söndru Bullock fóru fram innan í risavöxnu málmhylki. Tók það leikkonuna töluverðan tíma að komast inn í og út úr hylkinu og því dvaldi hún þar inni í allt að tíu klukkustundir dag hvern. Leikstjórinn og annað samstarfsfólk Bullock reyndu að gera hylkið, sem gekk undir nafninu búr Sandy, eins huggulegt og unnt var til að koma í veg fyrir að leikkonan fengi kvíðakast eða innilokunarkennd á meðan hún hírðist í hylkinu. Tökuliðið brá meðal annars á það ráð að halda teiti í hvert sinn sem Bullock mætti til vinnu svo hún væri andlega tilbúin fyrir hylkið.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira