Skoðanasamfélagið Halldór Halldórsson skrifar 15. október 2013 06:00 Einhvern tíma, einhvers staðar þótti fólk með miklar skoðanir leiðinlegt. Svo kom internetið, bloggið og loks samfélagsmiðlar. Þar sem allir hafa skoðun á öllu, alltaf. Við lifum á tímum þar sem allar skoðanir eiga ekki bara rétt á sér, heldur hefur fólk allan rétt til þess að garga þær eins hátt og það getur. Hins vegar hefur maður engan rétt til að hundsa slappar skoðanir, eða gera lítið úr þeim – það er ólýðræðislegt – beinlínis fasistalegt. Svo er okkur rosalega annt um skoðanir annarra. Hvað finnst Gylfa Ægissyni um samkynhneigða? Hvað ætli Bjartmari Guðlaugssyni finnist um fjárlagafrumvarpið? Hvað finnst Jóni Kr. Gíslasyni um flugvallarmálið? Sjálfur mun ég ekki ná að festa svefn fyrr en ég veit hvað Sigga Beinteins segir um fánalögin. Gylfi Ægisson er karlfauskur úr Vestmannaeyjum. Hverjum er ekki drullusama hvað honum finnst? Hversu margar ómerkilegar og óviðkomandi skoðanir geta verið efni í fyrirsagnir og fréttir? Hvenær kemur ritstjóri sem segir að ekkert sem gerist í Facebook-statusum eigi erindi við nokkurn mann? Það er algjört brjálæði að lifa á tímum þar sem allar skoðanir eru jafngildar – í alvöru. Háskólamenntun, reynsla, rannsóknir, tölfræði og staðreyndir víkja fyrir þeim sem er með vinsælustu skoðunina. Við getum öll sammælst um eina lausn til þess að láta þjóðfélagið fúnkera og það er lýðræði en maður þarf ekki að grúska lengi í mannkynssögunni til að sjá að fjöldanum skjátlast svona yfirleitt. Það er vandlifað. Stundum er ágætt að hafa enga skoðun á hlutunum, eða segja setningu sem hefur ekki heyrst í 100 ár: „Veistu ég veit bara ekki nógu mikið um þetta mál til að tjá mig – hugsanlega er ráð að tala við sérfræðing.“ „Þessi gröf er ekki nógu stór til þess að rúma tilfinningar okkar allra,“ segir í Englum alheimsins og hvað þá skoðanirnar og hagsmuni líka. Kæri lesandi, þú ert að lesa skoðun manns á skoðunum. Velkominn í firringuna. Mögulega átti þetta allt heima í löngum Facebook-status en ég yfirgaf það skoðanahelvíti fyrir löngu. Kv. Hræsnarinn úr Mosfellsdalnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Einhvern tíma, einhvers staðar þótti fólk með miklar skoðanir leiðinlegt. Svo kom internetið, bloggið og loks samfélagsmiðlar. Þar sem allir hafa skoðun á öllu, alltaf. Við lifum á tímum þar sem allar skoðanir eiga ekki bara rétt á sér, heldur hefur fólk allan rétt til þess að garga þær eins hátt og það getur. Hins vegar hefur maður engan rétt til að hundsa slappar skoðanir, eða gera lítið úr þeim – það er ólýðræðislegt – beinlínis fasistalegt. Svo er okkur rosalega annt um skoðanir annarra. Hvað finnst Gylfa Ægissyni um samkynhneigða? Hvað ætli Bjartmari Guðlaugssyni finnist um fjárlagafrumvarpið? Hvað finnst Jóni Kr. Gíslasyni um flugvallarmálið? Sjálfur mun ég ekki ná að festa svefn fyrr en ég veit hvað Sigga Beinteins segir um fánalögin. Gylfi Ægisson er karlfauskur úr Vestmannaeyjum. Hverjum er ekki drullusama hvað honum finnst? Hversu margar ómerkilegar og óviðkomandi skoðanir geta verið efni í fyrirsagnir og fréttir? Hvenær kemur ritstjóri sem segir að ekkert sem gerist í Facebook-statusum eigi erindi við nokkurn mann? Það er algjört brjálæði að lifa á tímum þar sem allar skoðanir eru jafngildar – í alvöru. Háskólamenntun, reynsla, rannsóknir, tölfræði og staðreyndir víkja fyrir þeim sem er með vinsælustu skoðunina. Við getum öll sammælst um eina lausn til þess að láta þjóðfélagið fúnkera og það er lýðræði en maður þarf ekki að grúska lengi í mannkynssögunni til að sjá að fjöldanum skjátlast svona yfirleitt. Það er vandlifað. Stundum er ágætt að hafa enga skoðun á hlutunum, eða segja setningu sem hefur ekki heyrst í 100 ár: „Veistu ég veit bara ekki nógu mikið um þetta mál til að tjá mig – hugsanlega er ráð að tala við sérfræðing.“ „Þessi gröf er ekki nógu stór til þess að rúma tilfinningar okkar allra,“ segir í Englum alheimsins og hvað þá skoðanirnar og hagsmuni líka. Kæri lesandi, þú ert að lesa skoðun manns á skoðunum. Velkominn í firringuna. Mögulega átti þetta allt heima í löngum Facebook-status en ég yfirgaf það skoðanahelvíti fyrir löngu. Kv. Hræsnarinn úr Mosfellsdalnum.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun