Ferskt popp og reggí væntanlegt Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 09:00 Reggísveitin Ojba Rasta, Tilbury, Kaleo, Mammút, Eyþór Ingi og Lay Low mæta öll með nýjar plötur á næstunni. fréttablaðið/stefán Margar áhugaverðar plötur með nýju efni eru væntanlegar á næstu mánuðum frá helstu útgáfufyrirtækjum landsins. Record Records verður áfram iðið við kolann og hefur tilkynnt um útgáfu sjö hljómplatna. Fjórða plata popparanna í Leaves, See You In The Afterglow, kemur út á föstudaginn. Hljómsveitin, sem var eitt sinn á mála hjá stórum erlendum útgáfufyrirtækjum, gaf síðast út We Are Shadows fyrir fjórum árum. Ojba Rasta gefur út sína aðra plötu, Friður, 18. október. Frumburður reggísveitarinnar kom út í fyrra og fékk mjög góða dóma víðast hvar og verður forvitnilegt að heyra hvernig hún fylgir velgengninni eftir. Önnur sveit sem átti vel heppnaða fyrstu plötu, Tilbury, gefur út Northern Comfort 25. október. Fyrsta platan Exorcise kom út í fyrra og náði lagið Tenderloin miklum vinsældum. Plata með nýju efni frá Lay Low er einnig væntanleg 30. október. Nýlega gaf hún út tónleikaplötuna Live At Home en fyrir tveimur árum kom út síðasta hljóðversplata hennar, Brostinn strengur. Mammút gefur svo út sína fyrstu plötu í fimm ár, eða síðan Karkari kom út 2008. Nefnist hún Komdu til mín svarta systir og kemur út 25. október. Hjá Geimsteini kemur út barnaplatan Alheimurinn með Dr. Gunna og félögum. Fyrsta lagið af henni, Glaðasti hundur í heimi, er búið að gera allt vitlaust að undanförnu. Nýjasta lagið í spilun er með Bjartmari Guðlaugssyni, Sólmundi Hólm, Mugison og Jakobi Frímanni ásamt Fýlustráknum. Önnur plata strákanna í Ultra Mega Technobandinu Stefán er einnig á leiðinni, rétt eins og Íkorni, fyrsta sólóverkefni Stefáns Arnar Gunnlaugssonar, upptökustjóra og hljómborðsleikara. Stærsta útgáfa landsins, Sena, gefur út fyrstu plötu Kaleo sem átti eitt vinsælasta lag sumarsins, Vor í Vaglaskógi, og Eurovision-stjarnan Eyþór Ingi gefur út sína fyrstu plötu ásamt hljómsveit sinni Atómskáldunum. Auk þess mætir Friðrik Ómar með nýja plötu. Tónlist Hjaltalín við þöglu myndina Days of Gray er einnig komin út. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Margar áhugaverðar plötur með nýju efni eru væntanlegar á næstu mánuðum frá helstu útgáfufyrirtækjum landsins. Record Records verður áfram iðið við kolann og hefur tilkynnt um útgáfu sjö hljómplatna. Fjórða plata popparanna í Leaves, See You In The Afterglow, kemur út á föstudaginn. Hljómsveitin, sem var eitt sinn á mála hjá stórum erlendum útgáfufyrirtækjum, gaf síðast út We Are Shadows fyrir fjórum árum. Ojba Rasta gefur út sína aðra plötu, Friður, 18. október. Frumburður reggísveitarinnar kom út í fyrra og fékk mjög góða dóma víðast hvar og verður forvitnilegt að heyra hvernig hún fylgir velgengninni eftir. Önnur sveit sem átti vel heppnaða fyrstu plötu, Tilbury, gefur út Northern Comfort 25. október. Fyrsta platan Exorcise kom út í fyrra og náði lagið Tenderloin miklum vinsældum. Plata með nýju efni frá Lay Low er einnig væntanleg 30. október. Nýlega gaf hún út tónleikaplötuna Live At Home en fyrir tveimur árum kom út síðasta hljóðversplata hennar, Brostinn strengur. Mammút gefur svo út sína fyrstu plötu í fimm ár, eða síðan Karkari kom út 2008. Nefnist hún Komdu til mín svarta systir og kemur út 25. október. Hjá Geimsteini kemur út barnaplatan Alheimurinn með Dr. Gunna og félögum. Fyrsta lagið af henni, Glaðasti hundur í heimi, er búið að gera allt vitlaust að undanförnu. Nýjasta lagið í spilun er með Bjartmari Guðlaugssyni, Sólmundi Hólm, Mugison og Jakobi Frímanni ásamt Fýlustráknum. Önnur plata strákanna í Ultra Mega Technobandinu Stefán er einnig á leiðinni, rétt eins og Íkorni, fyrsta sólóverkefni Stefáns Arnar Gunnlaugssonar, upptökustjóra og hljómborðsleikara. Stærsta útgáfa landsins, Sena, gefur út fyrstu plötu Kaleo sem átti eitt vinsælasta lag sumarsins, Vor í Vaglaskógi, og Eurovision-stjarnan Eyþór Ingi gefur út sína fyrstu plötu ásamt hljómsveit sinni Atómskáldunum. Auk þess mætir Friðrik Ómar með nýja plötu. Tónlist Hjaltalín við þöglu myndina Days of Gray er einnig komin út.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira