Samstaða eða hlýðni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. október 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um mikilvægi samstöðunnar í stefnuræðu sinni og ekki skalt gert lítið úr því að gott getur verið að standa saman þegar erfiðleikar steðja að og vinna saman og verja tiltekin grundvallarverðmæti; lýðræði og mannréttindi, kaup og kjör. Og ekkert nema gott um það að segja að forsætisráðherrann reyni að vera jákvæður þegar hann hugleiðir framtíð lands og þjóðar og leitist við að leiða fólki fyrir sjónir þá kosti sem aðstæður þjóðarinnar hafa í för með sér en gera lítið úr göllunum.Fyrirmyndarlandið En ég vona að það þyki ekki til marks um að ég aðhyllist „öfgafulla hugmyndafræði“ þó að ég klóri mér ögn í hausnum yfir niðurlagi ræðu hans: „Smæð þjóðarinnar getur veitt okkur möguleika sem stærri ríki skortir. Lítið samfélag á til dæmis auðveldara með að vinna samhent að sameiginlegri framtíðarsýn. Og slíkt getur þegar upp er staðið reynst okkur Íslendingum ákaflega gæfuríkt. En þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði og líta á hvern þann vanda sem upp kemur í samfélaginu fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða þær öfgar. Íslandssagan í meira en 1.100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel. Nú stöndum við, rúmlega 300.000 manna þjóð, frammi fyrir tækifæri til að gera landið okkar að sannkölluðu fyrirmyndarlandi, framfarasinnuðu landi þar sem hugað er að velferð allra, þar sem auðlindir eru nýttar í sátt við náttúruna og samheldið og hamingjusamt fólk lifir í öryggi alla sína daga.“ Svona tal er kannski ágætt þegar um er að ræða almennar vangaveltur fólks sem ekki er beinlínis í valdastöðu en þegar helsti valdamaður þjóðarinnar leggur slíka áherslu á mikilvægi sameiginlegrar framtíðarsýnar – sem er hans sýn – og sameiginlegrar fortíðarsýnar – þá er ástæða til að leggja áherslu á mikilvægi þess fyrir litla þjóð að hafa ólíka framtíðarsýn. Lýðræði, opið samfélag, snýst um samræðu, ekki samþykki hinna mörgu við tilskipunum hinna fáu, rökræðu – samkeppni hugmynda. Eigi Sigmundur Davíð hér við það að mikilvægt sé að öll þjóðin taki undir þá sýn sem hann og Framsóknarflokkur hans hafa á æskilega skipan þjóðmála þá hlýtur maður að segja, eins og kurteislega og manni er unnt: nei takk, ómögulega, ég ætla aðeins að fá að hugsa málið. Eigi Sigmundur Davíð við að skoðun hans á þjóðmálum sé hin eðlilega skoðun en skoðanir annarra beri vitni um löngun til að innleiða „öfgafulla hugmyndafræði“ þá er full ástæða til að gjalda varhug við slíkum málflutningi og ítreka mikilvægi ólíkra radda.Öfgar í 1.100 ár Það er mikilvægt að þær raddir heyrist að ekki sé góð hugmynd að lækka skatta á auðmönnum en skera niður í heilbrigðiskerfinu. Það er mikilvægt að til sé fólk sem bendi á að vatnsaflsvirkjanir hafa í för með sér eyðileggingu á vatnafari og ógna vistkerfi – þar á meðal fiskimiðunum – og að jarðvarmavirkjanir eru ekki sjálfbær orkunýting þó að skárri kunni að vera en hinn frumstæði kolamokstur sem tíðkast enn víðast hvar. Það er mikilvægt að til sé fólk sem lætur sig dreyma um aðrar mjólkurvörur en Mjólkursamsölunni þóknast að skammta Íslendingum. Það er mikilvægt að til sé fólk sem bendir á að „strax“ er hreint ekki teygjanlegt hugtak heldur orð með nákvæma merkingu. Slíkt fólk er ekki verri Íslendingar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það ann landi sínu og þjóð ekkert síður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það á ekki skilið að slett sé í það ónefnum á borð við „öfgar“ fyrir það eitt að hafa öðruvísi trú á Íslandi en Sigmundur Davíð vill að fólk hafi. Íslandssagan í meira en 1.100 ár sýnir vissulega eitt og annað og áreiðanlega fleira en dregið verður saman í eina setningu. Kannski sýnir hún gildi þess að fallast ekki á ríkjandi skoðun heldur berjast fyrir því sem maður álítur satt og rétt og farsælt fyrir almenning. Hugmyndafræði Fjölnismanna þótti vissulega kátleg og fjarstæðukennd á sínum tíma og hefði sjálfsagt verið talin „öfgafull“ hefði slíkt orð verið mönnum tamt á þeim tímum. Hitt var algengara að fólk stritaði, möglaði og hlýddi. Hugmyndafræði Jóns Sigurðssonar um verslunarfrelsi og viðskiptafrelsi var líka „öfgafull“ og almennt höfðu Íslendingar meiri áhuga á fjárkláðamálinu en slíkum hugmyndum. Og „öfgafullt“ var framtak nokkurra fátækra bænda í Þingeyjarsýslu sem bundust samtökum um að kaupa sjálfir inn varning frá útlöndum, frekar en að sýna samstöðu um að eftirláta kaupmönnum alla verðlagningu. Þannig má lengi telja. Samstaðan er gott afl þegar um að að ræða valdalaust fólk sem þarf að sækja rétt sinn og hefur ekkert annað afl en skjólið hvert af öðru. En þegar valdamenn koma og fara að messa yfir okkur um gildi samstöðunnar – um sínar hugmyndir – og tala um að hver sá sem ekki taki undir hugmyndir þeirra aðhyllist „öfgafulla hugmyndafræði“ þá erum við komin á hættulega braut. Þá er ekki verið að hvetja til samstöðu. Það er verið að heimta hlýðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um mikilvægi samstöðunnar í stefnuræðu sinni og ekki skalt gert lítið úr því að gott getur verið að standa saman þegar erfiðleikar steðja að og vinna saman og verja tiltekin grundvallarverðmæti; lýðræði og mannréttindi, kaup og kjör. Og ekkert nema gott um það að segja að forsætisráðherrann reyni að vera jákvæður þegar hann hugleiðir framtíð lands og þjóðar og leitist við að leiða fólki fyrir sjónir þá kosti sem aðstæður þjóðarinnar hafa í för með sér en gera lítið úr göllunum.Fyrirmyndarlandið En ég vona að það þyki ekki til marks um að ég aðhyllist „öfgafulla hugmyndafræði“ þó að ég klóri mér ögn í hausnum yfir niðurlagi ræðu hans: „Smæð þjóðarinnar getur veitt okkur möguleika sem stærri ríki skortir. Lítið samfélag á til dæmis auðveldara með að vinna samhent að sameiginlegri framtíðarsýn. Og slíkt getur þegar upp er staðið reynst okkur Íslendingum ákaflega gæfuríkt. En þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði og líta á hvern þann vanda sem upp kemur í samfélaginu fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða þær öfgar. Íslandssagan í meira en 1.100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel. Nú stöndum við, rúmlega 300.000 manna þjóð, frammi fyrir tækifæri til að gera landið okkar að sannkölluðu fyrirmyndarlandi, framfarasinnuðu landi þar sem hugað er að velferð allra, þar sem auðlindir eru nýttar í sátt við náttúruna og samheldið og hamingjusamt fólk lifir í öryggi alla sína daga.“ Svona tal er kannski ágætt þegar um er að ræða almennar vangaveltur fólks sem ekki er beinlínis í valdastöðu en þegar helsti valdamaður þjóðarinnar leggur slíka áherslu á mikilvægi sameiginlegrar framtíðarsýnar – sem er hans sýn – og sameiginlegrar fortíðarsýnar – þá er ástæða til að leggja áherslu á mikilvægi þess fyrir litla þjóð að hafa ólíka framtíðarsýn. Lýðræði, opið samfélag, snýst um samræðu, ekki samþykki hinna mörgu við tilskipunum hinna fáu, rökræðu – samkeppni hugmynda. Eigi Sigmundur Davíð hér við það að mikilvægt sé að öll þjóðin taki undir þá sýn sem hann og Framsóknarflokkur hans hafa á æskilega skipan þjóðmála þá hlýtur maður að segja, eins og kurteislega og manni er unnt: nei takk, ómögulega, ég ætla aðeins að fá að hugsa málið. Eigi Sigmundur Davíð við að skoðun hans á þjóðmálum sé hin eðlilega skoðun en skoðanir annarra beri vitni um löngun til að innleiða „öfgafulla hugmyndafræði“ þá er full ástæða til að gjalda varhug við slíkum málflutningi og ítreka mikilvægi ólíkra radda.Öfgar í 1.100 ár Það er mikilvægt að þær raddir heyrist að ekki sé góð hugmynd að lækka skatta á auðmönnum en skera niður í heilbrigðiskerfinu. Það er mikilvægt að til sé fólk sem bendi á að vatnsaflsvirkjanir hafa í för með sér eyðileggingu á vatnafari og ógna vistkerfi – þar á meðal fiskimiðunum – og að jarðvarmavirkjanir eru ekki sjálfbær orkunýting þó að skárri kunni að vera en hinn frumstæði kolamokstur sem tíðkast enn víðast hvar. Það er mikilvægt að til sé fólk sem lætur sig dreyma um aðrar mjólkurvörur en Mjólkursamsölunni þóknast að skammta Íslendingum. Það er mikilvægt að til sé fólk sem bendir á að „strax“ er hreint ekki teygjanlegt hugtak heldur orð með nákvæma merkingu. Slíkt fólk er ekki verri Íslendingar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það ann landi sínu og þjóð ekkert síður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Það á ekki skilið að slett sé í það ónefnum á borð við „öfgar“ fyrir það eitt að hafa öðruvísi trú á Íslandi en Sigmundur Davíð vill að fólk hafi. Íslandssagan í meira en 1.100 ár sýnir vissulega eitt og annað og áreiðanlega fleira en dregið verður saman í eina setningu. Kannski sýnir hún gildi þess að fallast ekki á ríkjandi skoðun heldur berjast fyrir því sem maður álítur satt og rétt og farsælt fyrir almenning. Hugmyndafræði Fjölnismanna þótti vissulega kátleg og fjarstæðukennd á sínum tíma og hefði sjálfsagt verið talin „öfgafull“ hefði slíkt orð verið mönnum tamt á þeim tímum. Hitt var algengara að fólk stritaði, möglaði og hlýddi. Hugmyndafræði Jóns Sigurðssonar um verslunarfrelsi og viðskiptafrelsi var líka „öfgafull“ og almennt höfðu Íslendingar meiri áhuga á fjárkláðamálinu en slíkum hugmyndum. Og „öfgafullt“ var framtak nokkurra fátækra bænda í Þingeyjarsýslu sem bundust samtökum um að kaupa sjálfir inn varning frá útlöndum, frekar en að sýna samstöðu um að eftirláta kaupmönnum alla verðlagningu. Þannig má lengi telja. Samstaðan er gott afl þegar um að að ræða valdalaust fólk sem þarf að sækja rétt sinn og hefur ekkert annað afl en skjólið hvert af öðru. En þegar valdamenn koma og fara að messa yfir okkur um gildi samstöðunnar – um sínar hugmyndir – og tala um að hver sá sem ekki taki undir hugmyndir þeirra aðhyllist „öfgafulla hugmyndafræði“ þá erum við komin á hættulega braut. Þá er ekki verið að hvetja til samstöðu. Það er verið að heimta hlýðni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun