Veflyklar, PIN, PUK, FÖKK Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 3. október 2013 06:00 Hvað er venjulegur maður með mörg lykil- og leyniorð í gangi? PIN-númer fyrir debet,- kreditkort og síma (og PUK ef maður gleymir PIN), lykil- og leyniorð fyrir skattinn, leyniorð fyrir vinnu- og heimatölvupóstfang, Facebook, Twitter, Amazon, FlickR, DropBox, öryggiskóðann í vinnunni og margt fleira. Samt eru fyrirtæki alltaf jafn bjartsýn. Ég fékk til dæmis bréf frá tryggingafélaginu mínu um daginn: „Kíktu á heimasíðuna okkar og skráðu þig inn. Nýja leyniorðið þitt er: k7pl0Jpzr. Vinsamlegast leggðu það á minnið.“ Ekkert mál. Ég bæti þessu bara á eina lausa plássið á heilaberkinum. Þægilegt. Næstum eins og K2 (næsthæsta fjall heims) nema lítið ká og sjö í stað tveir svo pé, ell, núll – svipað og PLO – frelsissamtök Palestínu (nema stórt P og L og núll í stað O), svo joð eins og Steingrímur Joð og svo „pzr“ sem er bara „pizzur“ án sérhljóða og með einni zetu. Svo býr maður til hugrenningatengsl. Yasser Arafat, fyrrum leiðtogi PLO, klýfur upp á K2 með Steingrími Joð þar sem þeir borða pizzur. Ekkert mál (bara muna hástafina og lágstafina og röðina á þessu og k7 í stað k2 og taka Arafat út úr menginu). Maður þarf að muna mörg leyniorð. Ef maður notaði alltaf það sama væru þau tilgangslaus og ef maður geymir þau á tölvutæku formi gerir það þrjótunum auðveldara fyrir að finna þau með miðlægri leit. Ég veit ekki hvað er best að gera? Líklega verður maður að muna þetta allt. Eða skrifa þetta niður á blað og grafa það í Öskjuhlíðinni. Ég er löngu búinn að því. Ég tek enga sénsa. Ekki vil ég að það komi netþrjótar og þurrki út tölvupóstinn og hringi svo til Ástralíu í 36 klukkustundir samfleytt með SIM-kortinu mínu og breyti svo Facebook relationship-statusnum mínum í divorced og sexually confused og tæmi svo heimabankann minn og eyði öllum ljósmyndum sem til eru af mér. Ég væri samt sáttur ef þeir myndu gera skattaskýrsluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun
Hvað er venjulegur maður með mörg lykil- og leyniorð í gangi? PIN-númer fyrir debet,- kreditkort og síma (og PUK ef maður gleymir PIN), lykil- og leyniorð fyrir skattinn, leyniorð fyrir vinnu- og heimatölvupóstfang, Facebook, Twitter, Amazon, FlickR, DropBox, öryggiskóðann í vinnunni og margt fleira. Samt eru fyrirtæki alltaf jafn bjartsýn. Ég fékk til dæmis bréf frá tryggingafélaginu mínu um daginn: „Kíktu á heimasíðuna okkar og skráðu þig inn. Nýja leyniorðið þitt er: k7pl0Jpzr. Vinsamlegast leggðu það á minnið.“ Ekkert mál. Ég bæti þessu bara á eina lausa plássið á heilaberkinum. Þægilegt. Næstum eins og K2 (næsthæsta fjall heims) nema lítið ká og sjö í stað tveir svo pé, ell, núll – svipað og PLO – frelsissamtök Palestínu (nema stórt P og L og núll í stað O), svo joð eins og Steingrímur Joð og svo „pzr“ sem er bara „pizzur“ án sérhljóða og með einni zetu. Svo býr maður til hugrenningatengsl. Yasser Arafat, fyrrum leiðtogi PLO, klýfur upp á K2 með Steingrími Joð þar sem þeir borða pizzur. Ekkert mál (bara muna hástafina og lágstafina og röðina á þessu og k7 í stað k2 og taka Arafat út úr menginu). Maður þarf að muna mörg leyniorð. Ef maður notaði alltaf það sama væru þau tilgangslaus og ef maður geymir þau á tölvutæku formi gerir það þrjótunum auðveldara fyrir að finna þau með miðlægri leit. Ég veit ekki hvað er best að gera? Líklega verður maður að muna þetta allt. Eða skrifa þetta niður á blað og grafa það í Öskjuhlíðinni. Ég er löngu búinn að því. Ég tek enga sénsa. Ekki vil ég að það komi netþrjótar og þurrki út tölvupóstinn og hringi svo til Ástralíu í 36 klukkustundir samfleytt með SIM-kortinu mínu og breyti svo Facebook relationship-statusnum mínum í divorced og sexually confused og tæmi svo heimabankann minn og eyði öllum ljósmyndum sem til eru af mér. Ég væri samt sáttur ef þeir myndu gera skattaskýrsluna.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun