Baráttan fyrir fleiri núllum Ólafur Þ.Stephensen skrifar 28. september 2013 06:00 Það eru óskiljanleg mistök af hálfu Seðlabankans að halda ekki kynningarfundinn um nýja tíuþúsundkallinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eða að minnsta kosti í Þjóðmenningarhúsinu. Þessi fallegi nýi seðill sameinar nefnilega svo áreynslulaust og tígulega ávexti séríslenzks gjaldmiðils og peningastefnu annars vegar og þjóðmenningarinnar hins vegar. Fyrir það fyrsta eru fjögur núll á seðlinum. Og baráttan fyrir fleiri núllum aftan á gjaldmiðilinn hefur lengst af verið markmið peningastefnunnar. Það hefur gengið vonum framar að rýra verðgildi krónunnar, fella gengið og ýta undir verðbólguna. Þegar Ísland sleit myntbandalagi sínu við Danmörku 1918 var ein íslenzk króna jafngild einni danskri. Núna er ein dönsk króna jafngild 2.200 gömlum íslenzkum krónum (árið 1981 var tekin sú óþjóðlega ákvörðun að skera tvö núll aftan af krónunni). Þetta þýðir að íslenzka krónan hefur rýrnað um 99,55% frá upphafi. Við getum verið stolt af því. Ef myntbreytingin 1981 hefði ekki verið gerð væri nýi seðillinn milljónkall. Það væri mun glæsilegri vottur um árangur peningastefnunnar, með sex núllum. En fjögur núll er samt ekkert til að skammast sín fyrir. Árið 1981 var stærsti seðillinn fimmhundruð kall. Ef amma var í stuði gátu menn fengið svoleiðis í afmælisgjöf. Fylgifiskur glæsilegrar þróunar gengis krónunnar undanfarin ár hefur verið að afmælisbörn hafa farið lítillega halloka; fimmþúsundkallinn hefur ekki verið hálfdrættingur á við fimmhundruðkallinn þegar hann leit fyrst dagsins ljós. En núna, þegar aðeins tæpur tuttugasti er eftir af verðgildi krónunnar eins og það var árið 1981, eru afmælisbörn næstum því jafnvel sett með tíuþúsundkallinn. Og svo er það þjóðmenningarlegi parturinn. Jónas og verk hans eru eiginlega kórónan á þjóðmenningunni. Hann og félagarnir í Fjölnismönnum blésu mönnum líka einna fyrstir þann anda í brjóst að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Framkvæmd peningastefnunnar er þáttur í þeirri baráttu, sem aldrei lýkur. Hún er sömuleiðis undir klárum áhrifum frá Jónasi, enda var hann alltaf blankur. Við megum aldrei láta deigan síga í þeirri stöðugu viðleitni að bæta við fleiri núllum. Svo má ekki gleyma lóunni. Menn hafa eitthvað verið að æsa sig yfir því að hún hafi verið valin á seðilinn með Jónasi; hann hafi haldið miklu meira upp á þresti. Það er fallega þjóðmenningarleg deila. En valið er augljóslega úthugsað. Lóan er sá farfugl sem er bezt til þess fallinn að minna okkur á rétta og þjóðlega afstöðu til útlendinga: Þeir hafa rangt fyrir sér, við höfum rétt fyrir okkur. Við skiljum ekki útlendinga sem færa fram alls konar tilfinningarök gegn því að við skulum skjóta og borða hvali, sem eru bara syndandi matur. Og við skiljum heldur alls ekki útlendinga eins og Breta og Frakka sem skjóta og borða lóuna, þennan yndislega vorboða. Í báðum tilvikum höfum við rétta afstöðu en útlendingarnir ranga. Þess vegna hefði líka mátt hafa hval á tíuþúsundkallinum. Það verður gaman að handleika nýja seðilinn, skynja hvernig peningastefnan beinlínis rennur saman við þjóðmenninguna og sjálfstæði gjaldmiðillinn okkar verður þjóðargersemi sem við eigum að kappkosta að varðveita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Það eru óskiljanleg mistök af hálfu Seðlabankans að halda ekki kynningarfundinn um nýja tíuþúsundkallinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eða að minnsta kosti í Þjóðmenningarhúsinu. Þessi fallegi nýi seðill sameinar nefnilega svo áreynslulaust og tígulega ávexti séríslenzks gjaldmiðils og peningastefnu annars vegar og þjóðmenningarinnar hins vegar. Fyrir það fyrsta eru fjögur núll á seðlinum. Og baráttan fyrir fleiri núllum aftan á gjaldmiðilinn hefur lengst af verið markmið peningastefnunnar. Það hefur gengið vonum framar að rýra verðgildi krónunnar, fella gengið og ýta undir verðbólguna. Þegar Ísland sleit myntbandalagi sínu við Danmörku 1918 var ein íslenzk króna jafngild einni danskri. Núna er ein dönsk króna jafngild 2.200 gömlum íslenzkum krónum (árið 1981 var tekin sú óþjóðlega ákvörðun að skera tvö núll aftan af krónunni). Þetta þýðir að íslenzka krónan hefur rýrnað um 99,55% frá upphafi. Við getum verið stolt af því. Ef myntbreytingin 1981 hefði ekki verið gerð væri nýi seðillinn milljónkall. Það væri mun glæsilegri vottur um árangur peningastefnunnar, með sex núllum. En fjögur núll er samt ekkert til að skammast sín fyrir. Árið 1981 var stærsti seðillinn fimmhundruð kall. Ef amma var í stuði gátu menn fengið svoleiðis í afmælisgjöf. Fylgifiskur glæsilegrar þróunar gengis krónunnar undanfarin ár hefur verið að afmælisbörn hafa farið lítillega halloka; fimmþúsundkallinn hefur ekki verið hálfdrættingur á við fimmhundruðkallinn þegar hann leit fyrst dagsins ljós. En núna, þegar aðeins tæpur tuttugasti er eftir af verðgildi krónunnar eins og það var árið 1981, eru afmælisbörn næstum því jafnvel sett með tíuþúsundkallinn. Og svo er það þjóðmenningarlegi parturinn. Jónas og verk hans eru eiginlega kórónan á þjóðmenningunni. Hann og félagarnir í Fjölnismönnum blésu mönnum líka einna fyrstir þann anda í brjóst að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Framkvæmd peningastefnunnar er þáttur í þeirri baráttu, sem aldrei lýkur. Hún er sömuleiðis undir klárum áhrifum frá Jónasi, enda var hann alltaf blankur. Við megum aldrei láta deigan síga í þeirri stöðugu viðleitni að bæta við fleiri núllum. Svo má ekki gleyma lóunni. Menn hafa eitthvað verið að æsa sig yfir því að hún hafi verið valin á seðilinn með Jónasi; hann hafi haldið miklu meira upp á þresti. Það er fallega þjóðmenningarleg deila. En valið er augljóslega úthugsað. Lóan er sá farfugl sem er bezt til þess fallinn að minna okkur á rétta og þjóðlega afstöðu til útlendinga: Þeir hafa rangt fyrir sér, við höfum rétt fyrir okkur. Við skiljum ekki útlendinga sem færa fram alls konar tilfinningarök gegn því að við skulum skjóta og borða hvali, sem eru bara syndandi matur. Og við skiljum heldur alls ekki útlendinga eins og Breta og Frakka sem skjóta og borða lóuna, þennan yndislega vorboða. Í báðum tilvikum höfum við rétta afstöðu en útlendingarnir ranga. Þess vegna hefði líka mátt hafa hval á tíuþúsundkallinum. Það verður gaman að handleika nýja seðilinn, skynja hvernig peningastefnan beinlínis rennur saman við þjóðmenninguna og sjálfstæði gjaldmiðillinn okkar verður þjóðargersemi sem við eigum að kappkosta að varðveita.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun