Tökum á Interstellar er lokið Freyr Bjarnason skrifar 24. september 2013 08:30 Stjörnurnar úr Interstellar, þar á meðal Matt Damon, skemmtu sér á Lebowski-bar eftir að tökum lauk á myndinni. nordicphotos/Getty Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og fleiri stjörnur myndarinnar eru því farnar af landi brott. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skemmtu leikararnir og aðrir úr tökuliði myndarinnar sér á skemmtistaðnum Lebowski-bar við Laugaveg síðastliðið föstudagskvöld, skömmu áður en þeir kvöddu Ísland og flugu heim. Áætlað er að Interstellar verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Hún er byggð á handriti Nolans og bróður hans Jonathans og fjallar um ormagöng og tímaferðalanga. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessu næsta verkefni Christophers Nolan, sem er þekktastur fyrir Batman-þríleik sinn. Á meðal fleiri mynda hans eru Inception, The Prestige og Memento. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og fleiri stjörnur myndarinnar eru því farnar af landi brott. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skemmtu leikararnir og aðrir úr tökuliði myndarinnar sér á skemmtistaðnum Lebowski-bar við Laugaveg síðastliðið föstudagskvöld, skömmu áður en þeir kvöddu Ísland og flugu heim. Áætlað er að Interstellar verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Hún er byggð á handriti Nolans og bróður hans Jonathans og fjallar um ormagöng og tímaferðalanga. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessu næsta verkefni Christophers Nolan, sem er þekktastur fyrir Batman-þríleik sinn. Á meðal fleiri mynda hans eru Inception, The Prestige og Memento.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira